Náðu í appið
Öllum leyfð

The SpongeBob Movie: Sponge Out of Water 2015

(Svampur Sveinsson: Á þurru landi)

Frumsýnd: 30. janúar 2015

Veldur öldugangi í okkar heimi / A New Adventure, the same boy, I mean hero

90 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Þegar frekar vondur sjóræningi stelur blaði úr galdrabók af Svampi Sveinssyni kemur ekkert annað til greina en að endurheimta það! Teiknimyndirnar um Svamp Sveinsson og félaga hans hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að þær komu fyrst fyrir sjónir manna árið 1999, enda bráðskemmtilegar, hraðar, fyndnar og með eindæmum hugmyndaríkar. Sjálfur... Lesa meira

Þegar frekar vondur sjóræningi stelur blaði úr galdrabók af Svampi Sveinssyni kemur ekkert annað til greina en að endurheimta það! Teiknimyndirnar um Svamp Sveinsson og félaga hans hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að þær komu fyrst fyrir sjónir manna árið 1999, enda bráðskemmtilegar, hraðar, fyndnar og með eindæmum hugmyndaríkar. Sjálfur er Svampur einhver sniðugasta teiknimyndapersóna sem sköpuð hefur verið og þá ekki síður helstu félagar hans, þeir Pétur, Sigmar, Klemmi og Paddi. Ekki skemmir fyrir að ævintýrin sem þeir lenda í eru hvert öðru kostulegri. Tíu ár eru nú liðin síðan fyrsta bíómyndin um Svamp og félaga var frumsýnd og því fyrir löngu kominn tími til að fá aðra. Og hér er hún komin og verður frumsýnd 30. janúar, aðdáendum vafalaust til ánægju. Í þetta sinn venda þeir Svampur og félagar kvæði sínu í kross og halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt til illra verka. Við þetta getur Svampur auðvitað ekki sætt sig en glímir við það vandamál ásamt hinu trygga föruneyti sínu að þeir félagar mega sín lítils á þurru landi svona litlir og aumir. Til að ráða bót á þeim vanda breyta þeir sér einfaldlega í ofurhetjurnar sem geta flest og framundan er barátta og ævintýri sem er engu öðru líkt.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn