Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Stalingrad 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The epic battle that turned the tide of World War II

131 MÍNRússneska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Orrustan um Stalingrad í síðari heimsstyrjöldinni er að mati margra sagnfræðinga upphafið að ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Það var þann 23. ágúst árið 1942 að Þjóðverjar komu til Stalingrad eftir innrás þeirra inn í Rússland. Þýski herinn var geysilega vel skipulagður og vel vopnum búinn auk þess sem Þjóðverjar héldu loftbrú... Lesa meira

Orrustan um Stalingrad í síðari heimsstyrjöldinni er að mati margra sagnfræðinga upphafið að ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Það var þann 23. ágúst árið 1942 að Þjóðverjar komu til Stalingrad eftir innrás þeirra inn í Rússland. Þýski herinn var geysilega vel skipulagður og vel vopnum búinn auk þess sem Þjóðverjar héldu loftbrú opinni til sinna manna með vistir og skotfæri. Hins vegar vanmat Hitler algjörlega mótstöðuafl og þol Rússa sem auk þess sýndu mikla herkænsku og baráttuvilja og svo fór að Þjóðverjar gáfust upp og hörfuðu úr borginni í byrjun febrúar 1943, svo gjörsigraðir að þýski herinn bar aldrei sitt barr eftir þetta. Í þessari mynd er sögð saga af nokkrum rússneskum hermönnum og íbúum borgarinnar sem tóku þátt í þessari sögufrægu og afdrifaríku orrustu ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn