Náðu í appið
Boyhood

Boyhood (2014)

"12 years in the making"

2 klst 46 mín2014

Myndin er tekin á 12 ára tímabili með sama leikarahópnum og er uppvaxtarsaga séð með augum barns að nafni Mason sem vex og þroskast í...

Rotten Tomatoes97%
Metacritic100
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin er tekin á 12 ára tímabili með sama leikarahópnum og er uppvaxtarsaga séð með augum barns að nafni Mason sem vex og þroskast í orðsins fyllstu merkingu fyrir augum áhorfenda á skjánum. Við kynnumst hér Mason þar sem hann er nýfluttur ásamt systur sinni Samönthu og fráskildri móður til nýrrar borgar þar sem móðir hans ætlar sér að setjast á skólabekk og hefja nýtt líf. Mason og systir hans sakna föður síns en það er þó bót í máli að hann heimsækir þau um helgar til að gera eitthvað skemmtilegt. Allt breytist þegar móðir hans finnur sér nýjan mann sem á síðan eftir að reynast alkóhólisti og ofbeldisfullur úlfur í sauðargæru. Bæði það og annað sem gerist í lífi Masons og fjölskyldu hans markar síðan skrefin sem hann tekur út í lífið sem eins og allir vita er ekki alltaf dans á rósum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

IFC ProductionsUS
Detour FilmproductionUS

Verðlaun

🏆

Myndin var tilnefnd til fimm Golden Globe-verðlauna og hlaut þau fyrir leikstjórn, besta leik í aukahlutverki kvenna og sem besta myndin. • Boyhood er nú tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aukahlutverkum karla og kvenna, besta handrit, b