Náðu í appið
Öllum leyfð

The Class of 92 2013

(Oi Bebides tou '92)

The Players Who Inspired A Generation

99 MÍNEnska

Frábær heimildarmynd um sex af leikmönnum Manchester United sem mynduðu kjarnann í liðinu árið 1992 og lögðu grunninn að glæstum sigrum. Í myndinni er kastljósinu beint að þeim sex leikmönnum sem segja má að hafi myndað kjarnann í liði United árið 1992 sem undir stjórn Alex Ferguson vann sinn fyrsta enska deildarmeistaratitil árið 1993 eftir 26 ára bið.... Lesa meira

Frábær heimildarmynd um sex af leikmönnum Manchester United sem mynduðu kjarnann í liðinu árið 1992 og lögðu grunninn að glæstum sigrum. Í myndinni er kastljósinu beint að þeim sex leikmönnum sem segja má að hafi myndað kjarnann í liði United árið 1992 sem undir stjórn Alex Ferguson vann sinn fyrsta enska deildarmeistaratitil árið 1993 eftir 26 ára bið. Þetta eru þeir David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs, Paul Scholes og þeir bræður Phil og Gary Neville. Um leið lögðu þessir strákar grunninn að glæstu gengi Manchester United næstu árin og í myndinni er sagan rakin allt til ársins 1999 þegar liðið vann Bayern München í frægum úrslitaleik meistaradeildarinnar eftir að hafa verið undir þegar venjulegur leiktími var nánast liðinn. Í myndinni er að sjálfsögðu rætt við ýmsa aðra en sexmenningana og má þar nefna þá Tony Blair, Eric Cantona, Danny Boyle og Zinédine Zidane. Auk þess er hér að finna efni og myndir sem hefur aldrei komið fyrir sjónir almennings áður.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn