Vesturfarar
2014
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Tíu sjónvarpsþættir Egils Helgasonar ásamt aukaefni
605 MÍNÍslenska
Á árunum 1875 til 1914 flutti hátt í fjórðungur Íslendinga til Vesturheims og eru þessum miklu fólksflutningum gerð ítarleg og fróðleg skil hér á lifandi hátt. Í Kanada fengu Íslendingar sitt eigið svæði og kölluðu það Nýja-Ísland. Winnipeg var um tíma öflug miðstöð íslenskrar menningar en Íslendingar settust líka að sunnan bandarísku landamæranna... Lesa meira
Á árunum 1875 til 1914 flutti hátt í fjórðungur Íslendinga til Vesturheims og eru þessum miklu fólksflutningum gerð ítarleg og fróðleg skil hér á lifandi hátt. Í Kanada fengu Íslendingar sitt eigið svæði og kölluðu það Nýja-Ísland. Winnipeg var um tíma öflug miðstöð íslenskrar menningar en Íslendingar settust líka að sunnan bandarísku landamæranna og sumir fóru alla leið til vesturstrandarinnar. Í Vesturförum er sagt frá þessum miklu þjóðflutningum, fólkinu sem fór og afkomendum þess, menningunni sem það tók með sér að heiman og var ákveðið í að viðhalda. Við fylgjum Agli Helgasyni m.a. á Íslendingaslóðir við Winnipegvatn í Kanada, til Norður-Dakótafylkis og Alberta og vestur á strönd Kyrrahafsins. Þættirnir tíu eru á tveimur diskum en á þriðja diskinum er að finna sex þætti sem Ólafur Ragnarsson gerði árið 1976 um vesturfarana og nefndust Vestur-Íslendingar. Þetta er afar fróðlegt efni og skemmtilegt og með fylgir veglegur bæklingur með sjaldgæfum ljósmyndum auk þess sem allt efnið er textað á ensku.... minna