Indigènes
2006
(Days of Glory)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 19. febrúar 2015
The true story of World War II's forgotten heroes
123 MÍN
83% Critics 82
/100 Myndin var tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2006. Aðalleikararnir deildu verðlaununum fyrir besta leikara á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Árið 1943 var Alsír ennþá undir franskri stjórn og nokkrir ungir menn skráðu sig í herinn til þess að berjast gegn þriðja ríki Hitlers. En þeir komast fljótlega að því að þeir þurfa einnig að berjast gegn misréttinu sem nýlenduhermenn máttu þola í franska hernum. Við fylgjumst með hinum bláfátæka Saïd, sem er aðstoðarmaður liðþjálfa; Martinez,... Lesa meira
Árið 1943 var Alsír ennþá undir franskri stjórn og nokkrir ungir menn skráðu sig í herinn til þess að berjast gegn þriðja ríki Hitlers. En þeir komast fljótlega að því að þeir þurfa einnig að berjast gegn misréttinu sem nýlenduhermenn máttu þola í franska hernum. Við fylgjumst með hinum bláfátæka Saïd, sem er aðstoðarmaður liðþjálfa; Martinez, fransk-ættaðum Alsírbúa sem hefur samúð með málstað arabískra kollega sinna; Messaoud, sem verður ástfanginn af franskri konu í Province; og undirliðþjálfanum Abdelkader, verðandi fræðimanni með ríka réttlætiskennd. Þessir menn berjast í skugga alls kyns mismununar. Frönsku hermennirnir fá betri mat, meira frí og eiga möguleika á stöðuhækkunum. Gamla loforðið um frelsi, jöfnuð og bræðralag verður æ minna sannfærandi.... minna