Náðu í appið

Goodbye to Language 3D 2014

(Adieu au langage 3D, Bless tungumál 3D)

Justwatch

Frumsýnd: 22. febrúar 2015

70 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Valin besta mynd síðasta árs af Bandarísku gagnrýnendasamtökunum (National Society of Film Critics). Vann dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra, en hún deildi þeim með Mommy eftir Xavier Dolan. Godard vann heiðursóskar árið 2010. Hann

“Þá sem skortir ímyndunarafl finna skjól í raunveruleikanum.” Bráðum munum við öll þurfa túlk til þess að skilja orðin sem við segjum sjálf. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýjustu rannsókn Jean-Luc Godard á lífi nútímamannsins. Réttur dýra er einnig til umræða á meðan hundur leikur sér í snjónum og maður og kona eiga lítið ástarævintýri... Lesa meira

“Þá sem skortir ímyndunarafl finna skjól í raunveruleikanum.” Bráðum munum við öll þurfa túlk til þess að skilja orðin sem við segjum sjálf. Þetta er ein af niðurstöðunum í nýjustu rannsókn Jean-Luc Godard á lífi nútímamannsins. Réttur dýra er einnig til umræða á meðan hundur leikur sér í snjónum og maður og kona eiga lítið ástarævintýri á meðan þau geta enn skilið hvort annað. Höfundi Frankenstein, Mary Shelley, bregður einnig fyrir og allt þetta sjáum við í þrívídd, en allt öðru vísi þrívídd en við erum vön úr draumaverksmiðjunni Hollywood. Svona lýsir Godard sjálfur myndinni: “Hugmyndin er einföld: gift kona og einhleypur karl hittast. Þau elskast, þau rífast og berjast. Hundur þvælist á milli sveitar og borgar. Árstíðirnar ganga sinn gang. Maðurinn og konan hittast á ný. Hundurinn kemur upp á milli þeirra. Annar er einn, einn er annar og þau eru þrjú. Eiginmaðurinn fyrrverandi eyðileggur allt. Önnur mynd hefst: sú sama og sú fyrsta, en samt ekki. Mannkynið verður að myndhverfingu. Endalokin eru hundgá og barnsgrátur.”... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.01.2015

Evrópsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Á hátíðinni verða sýndar 30 kvikmyndir sem hlotið hafa mikla athygli á hátíðum víða um heim....

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn