Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Little Death 2014

(Der kleine Tod)

Frumsýnd: 13. febrúar 2015

Þér finnst það bara afbrigðilegt fyrst.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 46
/100
The Little Death var tilnefnd til Áströlsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla og kvenna (Damon Herriman og Kate Box) og þau T.J. Power, Patrick Brammall, Erin James og Kate Mulvany voru öll tilnefnd fyrir besta leik í aukahlutve

Myndin fjallar um kynlíf, ást, sambönd og tabú. Myndin segir margar sögur samhliða og skyggnst er inn um lokaðar dyr á húsum við götu sem virðist vera ósköp venjuleg úthverfagata. Kona með hættulega þrá og félagi hennar sem reynir að fullnægja henni. Maður sem hefur ástarsamband með eiginkonu sinni án þess að hún viti af því. Par á í erfiðleikum... Lesa meira

Myndin fjallar um kynlíf, ást, sambönd og tabú. Myndin segir margar sögur samhliða og skyggnst er inn um lokaðar dyr á húsum við götu sem virðist vera ósköp venjuleg úthverfagata. Kona með hættulega þrá og félagi hennar sem reynir að fullnægja henni. Maður sem hefur ástarsamband með eiginkonu sinni án þess að hún viti af því. Par á í erfiðleikum eftir að kynlífstilraunir þeirra fara úr böndunum. Kona finnur einungis unað í þjáningu eiginmannsins. Starfsmaður símavers lendir í miðjunni á dónalegu og skipulagslausu símtali. Og hinn heillandi nýi nágranni sem tengir þetta allt saman. Myndin skoðar afhverju við viljum það sem við viljum. Hve langt við göngum til að fá það og hverjar eru afleiðingarnar. Við kynnumst hér fimm pörum sem búa í úthverfi Sidney. Öll glíma þau við sín vandamál eins og gerist og gengur en deila einnig gleði, sorg og væntingum, bæði til sjálfs sín, hvort til annars og til framtíðarinnar. Rauði þráðurinn er hins vegar kynlíf þessara para, kynlífsdraumar og þráin til að upplifa alsælu kynferðislegrar fullnægingar með þeim sem þau elska mest. Hversu langt eru þau tilbúin að ganga til að fá maka sína til að uppfylla eigin kynlífsdrauma? Hversu langt eru þau tilbúin að ganga til að uppfylla drauma og fantasíur hvort annars? Og hve blátt áfram og hreinskilin um þessi mál geta þau verið? Sögurnar fimm eru svo ofnar saman á einstaklega skemmtilegan hátt um leið og sú sjötta bætist við, en hún er um nýja nágrannann sem verður að deila sinni sögu með pörunum fimm. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn