Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Age of Adaline 2015

Frumsýnd: 22. apríl 2015

The world has changed in the last century. Adaline has not.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast. Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili.... Lesa meira

Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast. Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili. Líf hennar virðist stefna í fastar skorður þegar hún giftist og eignast dóttur eða allt þar til hún lendir í slysinu sem fyrir einhvers konar óútskýrt kraftaverk verður til þess að hún hættir að eldast. Það tekur hana nokkur ár að átta sig á því að hún sé öðruvísi en aðrir og að á meðan aðrir eldast og breytast í útliti er hún sú eina sem lítur alltaf út fyrir að vera ung. Smám saman, eftir því sem árin líða, fækkar þeim sem þekkja leyndarmál Adaline og hún forðast ætíð að segja nokkrum frá því eða binda sig að nokkru leyti við neinn. Að lokum kemur að því að dóttir hennar, sem orðin er háöldruð kona, er sú eina á lífi sem þekkir leyndarmálið. Við fylgjumst svo áfram með Adaline fram á okkar daga þegar hún er sú eina eftir sem veit að þótt hún líti út fyrir að vera 29 ára þá er hún í raun búin að lifa í rúma öld. Allan tímann hefur hún leitað svara við því hvað gerðist þetta kvöld þegar hún hætti að eldast en aldrei orðið nokkru nær. Dag einn hittir hún hinn myndarlega heimspeking Ellis Jones sem verður umsvifalaust hrifinn af henni. Og þrátt fyrir að Adaline hafi ávallt forðast að mynda samband við nokkurn mann verður þrá hennar eftir ást og samlífi ákvörðun hennar yfirsterkari í þetta sinn. Málin vandast hins vegar þegar hún hittir föður Ellis því hún hefur hitt hann áður ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.09.2015

Everest og Adaline í nýjum Myndum mánaðarins!

Septemberhefti kvikmynda - og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út, en eins og ávallt er blaðið sneysafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í septembermánuði...

28.08.2015

Milla eða Míla?

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í septemberhefti Mynda mánaðarins. Kevin James heitir í raun Kevin George Knipfing, en faðir hans, Joseph Valentine Knipfing er af þýskum ættum. Uppáhaldsmynd Kevins er Rocky. ...

26.04.2015

Fast 7 vinsælli en Frozen!

Bílatryllirinn Fast and Furious 7 er orðin metsölumynd víða um heim, og nú er svo komið að hún er orðin aðsóknarmeiri en Disney risasmellurinn Frosinn, þó hún hafi einungis verið í sýningum í nokkrar vikur . Þessi sjöunda mynd í Fast and F...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn