Austur (2015)
"Hvað gerist næst?"
Austur er innblásin af sannsögulegum atburðum úr íslenskum undirheimum.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Austur er innblásin af sannsögulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu og bregðst verulega illa við þegar hann kemst að því hvað gerðist. Hann og gengi hans taka unga manninn í gíslingu með það fyrir augum fyrst í stað að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform ganga ekki upp skapast hins vegar ástand þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Til að losa sig við gíslinn bregður glæpagengið á það ráð að fara með hann austur fyrir fjall. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl. Hann leyfir þó genginu að koma sér fyrir í húsinu og fangelsa unga manninn í kjallaranum. Það er þá sem allt fer úr böndunum ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar










