Náðu í appið
The Dorm

The Dorm (2014)

"Gættu þess hvers þú óskar þér."

1 klst 30 mín2014

Vivien er ung stúlka á heimavist í nýjum skóla sem óskar þess heitast að hún væri fegurri en henni finnst hún vera.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Vivien er ung stúlka á heimavist í nýjum skóla sem óskar þess heitast að hún væri fegurri en henni finnst hún vera. Sú ósk á eftir að rætast, en ekki án afleiðinga. Kvikmyndaáhugafólk sem hefur gaman af því að láta hræða sig dálítið ætti að kíkja á The Dorm, en hún er framleidd af MTV-sjónvarpsstöðinni og fjallar um vægast sagt dularfulla atburði sem gerast á nokkrum dögum á heimavist í bandarískum framhaldsskóla. Aðalpersónan er Vivien sem glímir við skort á sjálfsáliti og sjálfsöryggi og óskar þess heitast að hún væri öðruvísi en hún er. Þegar hún kynnist nokkrum skólafélögum sínum sem byrja að sýna henni hvernig hún getur látið ósk sína rætast kemur einnig í ljós að vofa fyrrverandi íbúa herbergisins sem Vivien býr í er enn á sveimi í skólanum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Sean Hood
Sean HoodHandritshöfundur

Framleiðendur

Nomadic PicturesCA
MTVUS