Náðu í appið
He Who Dares: Downing Street Siege

He Who Dares: Downing Street Siege (2014)

"Number Ten has Fallen. SAS will Take it Back. / Hefndin verður margföld"

1 klst 27 mín2014

Hættulegasti glæpamaður Bretlands, Alexander Holt, flýr úr fangelsi og lætur þegar til skarar skríða gegn þeim sem komu honum þangað, sérsveitinni SAS.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Hættulegasti glæpamaður Bretlands, Alexander Holt, flýr úr fangelsi og lætur þegar til skarar skríða gegn þeim sem komu honum þangað, sérsveitinni SAS. He Who Dares: Downing Street Siege er sjálfstætt framhald myndarinnar He Who Dares, en þar sagði frá því þegar glæpamaðurinn Alexander Holt rændi dóttur forsætisráðherra Bretlands ásamt gengi sínu, en var síðan innikróaður og handtekinn af bresku sérsveitinni SAS (Special Air Service) þar sem framganga SAS-mannsins Chris Lowe skipti sköpum. Þegar Holt tekst að sleppa úr fangelsi setur hann strax stefnuna á að hefna sín á Chris og SAS-sveitinni og skipuleggur í þetta sinn rán á sjálfum forsætisráðherranum. Til að það geti gengið upp þarf Holt hins vegar að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og öryggisgæslan mest, sjálfan forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti 10 ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Max Riemelt
Max RiemeltLeikstjórif. -0001
Olivia M. Lamasan
Olivia M. LamasanHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Press On Features