The Citizen (2013)
"Það er ekki allt gull sem glóir"
Sýrlenskur arabi sem vann græna kortið í bandaríska „græna korts-lottóinu“ kemur til Bandaríkjanna 10.
Öllum leyfð
FordómarSöguþráður
Sýrlenskur arabi sem vann græna kortið í bandaríska „græna korts-lottóinu“ kemur til Bandaríkjanna 10. september árið 2001, degi fyrir árásina á tvíburaturnana. Kvikmyndin The Citizen sækir að hluta til efni sitt í sanna sögu. Hún segir frá Sýrlendingnum Ibrahim Jarrah sem fullur vonar og eftirvæntingar kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið græna kortið í samnefndu lottói. Degi eftir komu hans fljúga hryðjuverkamenn tveimur farþegavélum á tvíburaturnana í New York og granda öðrum tveim annars staðar. Eiga þeir atburðir eftir að gjörbreyta viðhorfinu sem Ibrahim mætir í bandaríska kerfinu og gera aðlögun hans að bandarísku þjóðfélagi mun erfiðari en hann bjóst við ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar







