Náðu í appið
United We Fall

United We Fall (2014)

"Five Manchester United players. May 2010. The world was their lobster..."

1 klst 29 mín2014

Fimm gamlir leikmenn með Manchester United rifja upp hvað fór úrskeiðis hjá þeim árið 2010 þegar liðið virtist eiga alla möguleika á að vinna nokkra bikara.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Fimm gamlir leikmenn með Manchester United rifja upp hvað fór úrskeiðis hjá þeim árið 2010 þegar liðið virtist eiga alla möguleika á að vinna nokkra bikara. United We Fall er leikin „heimildarmynd“, eða „mockumentary“ eins og svona myndir eru oft kallaðar á ensku, en frægastar slíkra mynda eru vafalaust This Is Spinal Tap eftir Rob Reiner og myndirnar Waiting For Guffman og Best in Show eftir Christopher Guest. Hér er tekið hús á fimm leikmönnum United sem léku með liðinu tímabilið 2009-2010 og áttu sinn þátt í að glutra niður möguleikum félagsins á að vinna þrennuna góðu eins og liðið gerði árið 1999. Allir hafa þessir leikmenn á takteinunum sínar skýringar á hrakförunum, en því má lofa að áhorfendur eiga í fæstum tilfellum eftir að gleypa þær hráar ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar