Denzel Washington hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverk myndarinnar Man On Fire. Fjallar hún um bitran fyrrverandi landgönguliða sem lætur til leiðast að gerast lífvörður fjölskyldu sem hefur legið undir hótunum frá mannræningjum. Þegar barninu í fjölskyldunni er síðan rænt, og deyr slysalega við skiptin á peningunum, helgar Washington sig því að hefna dauða hennar. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir A.J. Quinnell og handritið er skrifað af Brian Helgeland. Myndinni verður leikstýrt af Tony Scott ( Crimson Tide ).

