Natalie Portman ung í áheyrnaprufu(myndband)

Hér er myndband af Natalie Portman sem reyndi fyrir sér kornung í leiklistarbransanum. Í myndbandinu má sjá hana reyna að fá hlutverk í myndinni Leon, og það tókst! Myndbandið má sjá á forsíðunni hér á kvikmyndir.is, hjá Videospilaranum undir Aukaefni. Einnig má finna myndbandið, sem og trailerinn á undirsíðu myndarinnar hér hjá kvikmyndir.is Eða þá með því að ýta hér!

Annars er það að frétta af Portman að hún hreppti hlutverk í nýrri útgáfu af Wuthering Heights, en hún mun leika aðalhlutverk í myndinni. Myndin mun verða byggð á upprunalegu myndinni, sem kom út árið 1939 og fékk 8 óskarstilnefningar. Allt annað í sambandi við myndina er óráðið.