Írski leikarinn Liam Neeson mun að öllum líkindum snúa aftur sem fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í þriðju Taken-myndinni.
Neeson útilokaði á síðasta ári að taka þátt í fleiri myndum vegna þess að honum þótti ekki trúverðugt að fjölskyldumeðlimum hans sé rænt svo oft. Honum hefur eflaust snúist hugur eftir að framleiðslufyrirtækið BrianCorp bauð honum 20 milljónir dala fyrir að endurtaka hlutverkið.
Fyrsta myndin um Bryan Mills og fjölskyldu sló rækilega í gegn víðsvegar um heiminn og fjallaði um faðir unglingsstúlku sem þurfti að nota alla þekkingu sína og reynslu sem fyrrverandi njósnari til að bjarga henni úr klóm misyndismanna.
Það þykir því engin furða að kvikmyndaverið vilji gera fleiri myndir því fyrstu tvær myndirnar hafa malað gull. Fyrsta myndin kostaði tæpar 25 milljónir dala og þénaði rúmar 225 milljónir dala. Önnur myndin gekk einnig vel og þénaði 376 milljónir dala á heimsvísu.