Nexus forsýning: Terminator Salvation

Núna á fimmtudaginn (28. maí) munu Nexusmenn forsýna fjórðu Terminator-myndina, sem heitir einfaldlega Terminator Salvation. Sýningin er kl. 20:00 í Smárabíói.

Eins og venjulega með Nexus forsýningar þá er ekkert hlé og enginn texti. Sætin verða ónúmeruð og kostar hver miði 1400 kr. Miðar eru að sjálfsögðu keyptir í versluninni Nexus á Hverfisgötu 103.