Nicholas Cage hefur ákveðið að næsta mynd hans verði National Treasure sem hann mun gera fyrir Disney kvikmyndaverið. Myndin verður framleidd af Ofurhænsinu/framleiðandanum Jerry Bruckheimer, og fjallar um það hvernig fornleifafræðingur einn gerist þess fullviss að stofnfeður Bandaríkjanna hafi teiknað fjársjóðskort aftan á sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. Myndinni verður leikstýrt af Jon Turtletaub ( The Kid ) og búist er við því að myndin eigi að vera ein af aðalmyndum sumarsins 2004. Tökur hefjast nú í ágúst.

