Náðu í appið
Öllum leyfð

The Kid 2000

Frumsýnd: 3. nóvember 2000

Nobody ever grows up quite like they imagined.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Russ Duritz er auðugur ímyndarsérfræðingur í Los Angeles, og nú þegar hann er að nálgast fertugt er hann kaldhæðinn, á engan hund og enga kærustu, og er fluttur frá föður sínum, og man ekkert eftir barnæsku sinni. Kvöld eitt kemur hann óboðnum gesti að óvörum, en sá reynist vera 8 ára gömul útgáfa af honum sjálfum. Það er svo sannarlega eitthvað... Lesa meira

Russ Duritz er auðugur ímyndarsérfræðingur í Los Angeles, og nú þegar hann er að nálgast fertugt er hann kaldhæðinn, á engan hund og enga kærustu, og er fluttur frá föður sínum, og man ekkert eftir barnæsku sinni. Kvöld eitt kemur hann óboðnum gesti að óvörum, en sá reynist vera 8 ára gömul útgáfa af honum sjálfum. Það er svo sannarlega eitthvað kunnuglegt við þennan þybbna pjakk, sem heitir Rusty. Í framhaldinu skoða þeir tveir í sameiningu fortíð Russ - til að finna þá stund sem mótaði það hver Russ er. Tvær langþreyttar konur verða vitni að þessari leit: einkaritari Russ, Janet, og aðstoðarkona hans, hin elskulega Amy, sem Rusty líkar vel við. Hvað eða hver finnst við lok þessarar sjálfsskoðunar?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég var nú ekkert sérlega hrifinn af þessari ræmu. Hún gæti vel virkað fyrir börnin, en ég veit ekki með hina. Hún á samt sín moment. Bruce Willis og Spencer Breslin eru samt alveg ágætir í sínum hlutverkum. En sagan er samt mjög sniðug hugmynd, og verð ég að gefa henni plús fyrir það. Samt frekar miðlungs mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þessi mynd er ekki einhver mestu leiðindi sem ég hef upplifað þá veit ég ekki hvað leiðindi eru. Bruce Willis er hörmulegur í þessari mynd og ég veit ekki hvað hann var spá þegar hann ákvað að leika í þessari rusl mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn