Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



How the Grinch Stole Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef ekki mikið um þessa mynd að segja nema eitt að hún er einhver skemmtilegasta mynd sem ég hef séð í langan tíma Jim Carrey fer alveg á kostum æi þessari mynd og bregst aldrei!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Corky Romano
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst ég ekki við miklu en hún kom mér á óvart og þessi snl gaur er ekki beint góður leikari en hann getur komið manni til að hlæja hann má eiga það ef fólk vill fara að hlæja ef það sé að fara í bíó þá er þessi mynd ágætis kostur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Glass House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd í bíó þá vasr ég búinn að sjá trailerinn og mér fannst hann lofa góðu, en svo byrjaði myndin og ég hef sjaldan séð leiðinlegari mynd en þetta ég gjörsamlega labbaði út af henni eftir að ég vaknaði!Hún er ekkert spennandi, illa leikin, það er allt að þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Léllgeggjuð grínmynd með Ben Stiller, Owen Wilson og Christine Taylor sem fjallar um karlofurfyrirsætu sem er heimskari en allt, ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir fólk sem er að fara í bíó til að hlæja eða bara til sjá einhverja skemmtilega mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Good Advice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ekki það besta sem ég hef séð með Charlie Sheen og Denise Richards er hreint ömurleg! Myndin byrjar illa en hún verður aðeins betri því meira sem líður á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spaceballs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein fyndnustu myndin sem gerðir hafa verið, Mel Brooks er ekkert annað en snillingur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá var ég búinn að heyra að hún væri góð en þessi mynd er einhver besta mynd sem ég hef séð í langan tíma og ég set hana í flokk með Fight Club, Snatch og Se7en. Myndin fjallar um tvo bræður sem eru írskir og halda að þeir hafi fengið köllun frá guði að drepa alla sem syndga! Mögnuð mynd í alla staði og ekki skemmir endirinn sem kemur bara á óvart. Mynd sem allir verða á sjá!4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd í bíó þá bjóst ég við góðri mynd enda fór hún á toppinn í usa. Myndin byrjar vel og hún heldur manni spenntum alveg fram að hlé því að þá var maður ekki búinn að sjá morðingjann en svo um leið og maður sér hann þá er myndin byrjuð að þynnast út og endar bara sem eitt klúður, meira get ég ekki sagt um þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á seinasta fimmtudag í starfsmannasýningu hjá Sambíónum og ég bjóst við góðri mynd en fékk frábæra mynd sem fjallar um tvö skrímsli sem vinna saman í fyrirtæki sem sérhæfir sig í tví að hræða börn og nota hræðsluna í orku og svo lenda þeir í skemmtilegur ævintýrum. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna enda frá þeim sömu og gerðu Toy Story myndirnar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dalalíf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver besta grínmynd sem íslendingar hafa alið af sér eða besta gamanmyndasería fjallar um fylleri og rugl og ekta íslenskur húmor, Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson fara kostum í þessai ræmu og FJÓRAR STJÖRNUR á hún fullkomlega skilið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fifth Element
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruce Willis, Gary Oldman, Milla Jovoich og Chris Tucker er öll mjög góð í þessari mynd um fimmta frumefnið sem á að bjarga jörðinni í framtíðinni og Bruce Willis á að gæta þess. Góð mynd og hún á fullkomlega skilið 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Payback
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Payback er engurgerð af myndinni Point Blank frá 1967 og segir frá manni (Mel Gibson) sem er svikinn um 70000 dollara af vini sínum og kærustu og hvernig hann ætlar að endurheimta þá peninga, snilldarmynd og Mel Gibson er geðveikt góður í þessari mynd og svo sést ofurgellan Luci Liu í þessari mynd. 3 1/2 stjörnu á hún alveg skilið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Geðveik mynd, Vin Diesel fer á kostum og Paul Walker er aðeins lélegari, kvenþjóðin í myndinni er ekki af lakari endanum og eru þar Jordana Brewster og Michelle Rodrigies er geðveikt flottar. Bílarnir er geðveiki, hljóðið og flottar stelpur, mikill hasar og mikil læti. Þessari mynd mæli ég eindregið með fyrir alla bílaunnendur mér finnst hún betri en Gone In 60 Seconds og það þarf mikið til að toppa þá mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er mjög sjaldan sem það gerist að framhaldsmyndin er betri en fyrirrennarinn en hérna gerist það. Chris Tucker og Jackie Chan er hreint frábærir í þessari mynd og svo er líka stelpan úr Hidden Dragon/Crouching Tiger og hún er líka mjög góð. Myndin fjallar um tvær löggur sem eru að reyna að stoppa peningafalsara að smygla peningum inn í Bandaríkjunum. Chris Tucker og kjafturinn á honum er snilld! Ekki ganga út þegar myndin er búin sjáið það sem mistókst, það er bara fyndið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackie Chan er ekki beint minn uppáhaldsleikari og því sá ég þessa mynd ekki með von á góðu en hann er góður í henni og Chris Tucker er frábær. Mynd sem ég mæli með eindregið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein besta franska mynd sem ég hef séð, hún er í anda Seven sem er mjög góð mynd. Jean Reno og Vincent Cassell eru mjög góðir í þessari mynd! Besta franska mynd sem ég hef séð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happy Gilmore
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Adam Sandler fer á kostum sem hokki gaur sem fer að spila golf til að bjarga húsi ömmu sinnar, hann fer á kostum eins og alltaf. Snilldarræma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Airheads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Steve Buscemi, Brendan Fraser og Adam Sandler fara á kostum í þessari mynd sem fjallar um 3 vini sem eru í hljómsveit sem reynir að fá að spila eitt laga sinni í útvarpi með sprenghlægilegum hætti!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Face/Off
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

John Travolta og Nicholas Cage fara á kostum undir stjórn John Woo í spennumynd sem fjallar um löggu sem þarf að fara í lýtaaðgerð til að ná að aftengja sprengju og allt fer úrskeiðis og hann festist í því hlutverki og bófinn fer í hans hlutverk. Frábær spennumynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er búin að horfa á Monty Python frá því að ég var smá strákur, eða frá því að ég sá Meaning of Life og The Flying Circus. The Holy Grail er langtum besta myndin sem þeir hafa gert. Hún fjallar um hin ósigrandi svarta riddara sem stefnir að Camelot, ótrúlega fyndin mynd sem er ekki fyrir alla nema þá sem fíla breskan húmor. Besta Monty Python myndin sem hefur verið gerð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rounders
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá var hún eina myndin sem var hægt að taka og sá ekki eftir því að þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Matt Damon, Edward Norton og John Malkovich er allir góðir í henni og er Edward Norton að verða einn af mínum uppáhaldsleikurum! 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Full Metal Jacket
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er einhver besta stríðsmynd sem gerð hefur verið sýnir á raunverulegan hátt undirbúningstímabilið í hernum hvað aginn er mikill og allt um það og líka hvernig stríðið í Vietnam var þessa mynd verða allir að sjá sem er eftir meistarann STANLEY KUBRICK!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jim Carrey og Jeff Daniels fara á kostum í þessari mynd um tvo heimska gaura sem eru að elta stelpu sem annar þeirra er hrifin af til þess að láta hana fó tösku. Ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og ég hlæ alltaf jafnmikið af henni ef ekki meira! Þessa mynd verða allir að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American History X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Edward Norton var tilnefdur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í þessari mynd, hann sýnir hér snilldarleik í mynd sem fjallar um kynþáttafordóma og hvernig þeir hafa áhrif á líf fólks. Edward Furlong leikur bróður hans sem vill feta í fótspor bróður síns og vera kynþáttahatari, en bróður hann reynir að fá hann af því eftir að hann lenti í fangelsi eftir að hafa drepið svertingja! geggjuð mynd í alla staði! 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Analyze This
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Billy Crystal og Robert DeNiro fara kostum í þessari mynd sem fjallar um mafíu foringja sem missir sjálfstraustið og leitar til sálfræðings, stórskemmtileg mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titan A.E.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi teiknimynd er mjög góð og vel gerð, góð tónlist og góður söguþráður. Ég mæli eindregið með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Animal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rob Schneider var góður í Deuce Bigalow en í þessari mynd fer hann aðeins aftur á bak, Survivor gellan er góð í þessari mynd og svo bregður fyrir Adam Sandler aðeins í endirinn sem er snilld þar sem hann er aðal framleiðandi myndarinnar. Ágætis gamanmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dazed and Confused
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Geggjað góð mynd sem fjallar um hóp af krökkum sem voru að klára skólann og fara að djamma eftir það, Ben Afleck í einni af sínum fyrstu myndum og líka Matthew McCounghy. Snilldar mynd í alla stað, öll gömlu góðu rokklögin eru í þessari mynd svo sem með Kiss, Black Sabbath og fleiri góðir! 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Event Horizon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd í fyrsta skipti þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum, þessi mynd hefur allt sem góð hrollvekja þarf að bjóða: hrylling, spennu, hasar og ekki skemmir að hafa svona smá grín líka. Laurence Fishburne er bara góður í þessaru mynd og það sama má segja um Sam Neill, hörkugóð hrollvekja sem ég mæli eindregið með!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Forever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir tvær góðar Batman myndir þá kemur hérna hörmung. Val Kilmer er ekki góður sem Batman og sést það í þessari mynd, ég gef henni eina og hálfa stjörnu af því að Jim Carrey fer á kostum sem vondi kallinn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er aðeins slakari en fyrri myndin en það munar mjóu, Michael Keaton ennþá sem Batman sem er gott mál, Danny Devito sem Penguin og Michelle Pfeiffer sem Catwoman í leðurdressinu er bara snilld! Þrjár stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Batman 1 er fyrsta myndin sem ég sá í bíó og það er gott að eiga góðar minningar frá fyrstu bíóferð sinni. Michael Keaton er bestur sem Bruce Wayne (Batman) og Jack Nickholson leikur svo eftirminnilega The Joker svo skemmdi ekki að hafa Kim Basinger þarna líka inn á milli. Tvímænalaust besta Batman myndin!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Se7en
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Seven er snilldarmynd sem er leikstýrt af snillingnum David Fincher sem gerði líka Fight Club og aðrar snilldarmyndir eins og The Game, Brad Pitt, Morgan Freeman og Kevin Spacey fara á kostum undir handleiðslu hans og verður úr þetta meistaraverk sem engin ætti að láta að fara framhjá sér fara, myndin fjallar um morðingja sem drepur fólk eftir höfuðsyndunum sjö sem er bara snilldar hugmynd fyrir mynd! Ég get horft á þessa mynd aftur og aftur! 4 stjörnur er alveg pottþétt stjörnugjöf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok hér er botninum náð ég veit ekki hvað Wes Craven er spá með þessari steypu en þessi mynd er leiðinlegasta myndin í seríunni og ég vona að það komi ekki fleiri myndir. Í þessari mynd þá er Sidney komin í felur en svo fer einhver að drepa alla í scream búiningum og hún fer úr felum og reddar málunum algjör steypa Wes Craven getur gert betur en þetta enda vantar líka Kevin Williamson að skrifa handritið og myndin ber þess glögglega merki!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er heldur lakari en fyrsta myndin og setningin sem er sögð í þeirri mynd rétt þar sem framhaldsmyndir séu lélegari en fyrirrennarinn, hún gerist nokkrum árum eftir fyrri myndina þegar þau eru öll sem lifðu af komin í framhaldsskóla þar sem sama martröðin fer að endurtaka sig! Ekki eins góð og maður bjóst við!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klikkað góð mynd sem er spennandi allan tímann og svo er morðinginn í myndinni það er ekki möguleiki að finna út hver það er enda er það Wes Crawen sem leikstýrir þessari ræmu og Kevin Williamsson skrifar handritið, Neve Campell er góð í þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Madison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Billy Madison er einhver besta mynd sem ég hef séð með Adam Sandler þetta er mynd um 27 ára gaur sem þarf að taka hvern bekk fyrir sig aftur til þess að geta bjargað fyrirtæki föður síns frá því að það verði tekið af honum, snilldar gamanmynd með Adam Sandler!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mousehunt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hélt ég að þetta væri eitthvað bull og vitleysa en þessi mynd er bara ein af þeim fyndunustu myndum sem ég hef séð, Nathan Lane og Lee Evans fara á kostum sem tveir bræður sem eru að rayna að veiða mús en hún leikur þá alltaf grátt og þeir sitja eftir með sárt enni! 4 stjörnu skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brad Pitt og Bruce Willis fara á kostum í þessari mynd sem fjallar um mann sem kemur úr framtíðinni til að reyna bjarga jörðinni frá því að mannkynið deyi út af skæðri veiru!Alger snilldar ræma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stanley Kubrick leikstýrir hérna hrollvekju sem gerð er eftir bók sem snillingurinn Stephen King og er þetta eina myndin sem gerð er eftir bók eftir hann sem er svona góð nema kannski Pet Sematery! Jack Nickholson fer á kostum sem Johnny og er þetta ein af hans bestu myndum. Þessi mynd er 4 stjörnu skemmtun og ein af þeim bestu hrollvekjum sem ég hef séð og hef ég séð þær margar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd í bíó þá var ég búin að heyra að hún væri geðveikt fyndin og góð og hún stóð undir því, mér elska að sjá þegar gert er grín að öðrum myndum eins og Wayans bræður gera í þessari mynd eins og líka Don´t be a menace sem er alger snilld!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok þegar sá þessa mynd varð ég fyrir miklum vonbrigðum því ég hélt að hún mundi vera jafngóð eins og fyrri myndin en þessi mynd virðist ætla að falla í þá grifju sem og margar framhaldsmyndir lenda í er það að vera flobb! Það er hægt að hlæja þessari mynd í nokkrum atriðum eins og Charlies Angels atriðinu en það verður svo bara of lang dregið að það bara hættir að vera fyndið ég gef henni samt 2 stjörnur vegna þess að það er hægt að hlæja að henni og Wayans bræðurnir eru góðir í þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man Who Knew Too Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bill Murray er einn af mínum uppáhaldsleikurunum og í þessari mynd fer hann alveg á kostum þegar hann leikur mann sem heldur að hann sé að taka þátt í leikriti en er í alvöru að leika upp á líf og dauða. Bill Murray er snilldar leikari sem hefur þennan eiginleika að geta alltaf látið mann hlæja!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þessi mynd er ekki einhver mestu leiðindi sem ég hef upplifað þá veit ég ekki hvað leiðindi eru. Bruce Willis er hörmulegur í þessari mynd og ég veit ekki hvað hann var spá þegar hann ákvað að leika í þessari rusl mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er argasta snilld,tæknibrellurnar eftir þá sömu og gerðu Matrix og það er það eina sem segja þarf um þær, hún er líka geðveikt vel leikin og söguþráðurinn er líka snilld, leikstjórinn Ang Lee fer hér kostum með þessari mynd sem sló aðsóknarmet í USA yfir hvað erlend mynd náði miklum peningum í kassan! SNILLD OG EKKERT ANNAÐ FJÓRAR STJÖRNUR!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Ford Fairlane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Andrew Dice Clay er einhver besti stand up grínisti sem ég hef séð. Þegar ég horfði á þessa mynd fyrst þá hélt ég að þessi mynd var eitthvað rugl og vitleysa en þessi mynd er sko allt annað en það, þessi mynd er algjör snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þesa mynd í bíó og eina sem ég hef að segja um hana er VÁ! tæknibrellurnar eru hreint með ólíkindum og bara hugmyndin bak við þessa mynd fær mann til að hugsa sig tvisar um! Keanu Reaves er frábær sem Neo og Laurence Fishburne er geðveikur sem Morpheus, það er allt gott við þessa mynd, það er nóg af hasar í henni og ég mæli tvímænalaust með þessari mynd!Fjórar stjörnur!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég skrifa þessa grein þá er ég búinn að sjá Mask svona 20 sinnum og ég get alltaf hlegið að henni enda er Jim Carrey snillingur að fá fólk til þess að hlæja! Þetta er tvímænalaust ein af betri gamanmyndum sem ég hef séð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Usual Suspects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast ég var búin að heyra að hún væri góð og léleg, en þessi mynd er betri en góð hún er argasta snilld! Leikurinn er geðveikt góður og plottið í myndinni bara eins og endirinn það segir allt um þessa mynd. Fjórar stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bill Murray er einn af mínum uppáhalds leikurum, og í þessari mynd er alveg geðveikt góður er hann leikur veðurfréttamann sem lendir í því að upplifa sama daginn aftur og aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd í bíó þá hélt ég að hún væri hundleiðinleg og hún kom mér skemmtilega á óvart og það varð til þess að ég varð að kaupa mér hana á DVD. Kirsten Dunst er ein af mínum uppáhaldsleikkonum síðan ég sá hana í Interview With The Vampire og mér finnst hún alltaf jafngóð eins og hún er líka alveg drullufalleg, svo er líka stelpan sem leikur í Buffy líka alveg helvíti góð, lögin og dansarnir eru alveg snilld og ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og mér finnst hún alltaf jafngóð og þess vegna fær hún 4 stjörnur frá mér. KIRSTEN DUNST ER FLOTTUST!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um eins nafnið á henni segir um hunda og ketti, þegar ég fór hana í bío þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast en hún kom mér skemmtilega á óvart bæði hvað varðar skemmtanaleika og tæknibrellurnar, Jeff Goldblum er góður sem pabbinn og Jon Lovits fer á kostum sem einn kötturinn, ég verð að segja að þessi mynd er fyrir alla aldurshópa og mæli ég eindregið með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baise-moi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ógeðsleg, en samt er hún flott á sinn hátt. Hún er ágætis afþreying en það er ekkert meira, það er ekkert að gerast á milli atriðina sem er eitthvað varið í og það er lélegt!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alger snilld, ef þú ert ekki búin að sjá hana þá verður þú að sjá hana. 4 Stjörnur!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá varð ég yfir mig hrifin af henni og ég get alltaf horft á hana aftur. Tom Cruise, Brad Pitt, Christian Slater og Kirsten Dunst er alveg óaðfinnanleg í þessari mynd og er hún ein af þeim bestu myndum sem ég séð á minni ævi og ég hef séð margar myndir!!!!! 4 Stjörnur!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég skrifa þessa umfjöllun um Fight Club, þá er ég búin að horfa á hana 4 kvöld í röð og mér finnst hún alltaf jafngóð, Brad Pitt, Edward Norton og Helena Bonham Carter leika þessa mynd af algeri snilld enda undir öruggri handleiðslu leikstjórans David Finchers sem gerði Seven og aðrar góðar myndir, fléttan í myndinni kemur á óvart og hún heldur manni fastataki allan tíman frá fyrstu mínutu og ef maður hefur séð hana oft þá sér maður hvernig David Fincher skýtur einum og einum ramma með Brad Pitt áður en hann kemur til sögunnar, það er algjör snilld, þessa mynd verða allir að sjá! 4 stjörnur ef ekki fleiri!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hélt ég að hún myndi vera jafngóð og Sixth Sense sem er eftir sama leikstjóra en þessi mynd hún er ekkert sérstök maður festist ekkert inn í myndinni eins og í Sixth Sense, ég sofnaði yfir henni og er Bruce Willis lélegur í þessari mynd en Samuel L. Jackson er góður og það er hans vegna sem ég gef þessari mynd eina og hálfa stjörnu!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blair Witch 2 : Book of Shadows
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hélt ég að hún mundi vera eins og fyrri allavega í skemmtanagildi, en svo var raunin ekki. Þetta er einhver leiðinlegasta mynd sem ég hef séð og ég sé eftir því að hafa eitt einum og hálfum klukkutíma í hana, þegar ég var að horfa þá hraðspólaði ég yfir hana og það ætti að segja það sem segja þarf! Þessi mynd er alger hörmung.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd fyrst þá var maður heillaður af söguþræðinum og sögunni um þennan William Wallece gaur, ég hef séð þessa mynd oft og mörgum sinnum og mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Hún er vel leikin og tónlistin er alger snilld og söguþráðurinn frábær. Horfið á hana aftur og ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég með því að þú farir út á leigu og takir hana STRAX annars ertu að missa að miklu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd þá hélt ég að hún væri hundleiðinleg, en bar strax í byrjunni þá verður maður heltekinn af henni, hún er vel leikin, tónlistin er góð og svo er það alger snilld hvernig sögurnar fara saman í eina atburðarás sem segir bara eitt um þessa mynd að hún er hreinasta snilld!!!! Hún á fullkomlega skilið 4 stjörnur ef ekki fleiri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei