Nollywood er stærri en Hollywood

Fyrsta stóra Nollywood hátíðin verður haldin í London dagana 6. – 12. október nk., og ber heitið Nollywood Now.
Nollywood vísar til kvikmyndaiðnaðarins í Nígeríu sem er sá annar stærsti í heimi.

Þetta kemur sjálfsagt einhverjum á óvart, en þeir sem fylgjast vel með í heimi kvikmyndanna vita að kvikmyndaiðnaðurinn þar er einstakur.

Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Guardian þá er markmiðið með hátíðinni að vekja athygli á því hvað nígerískar myndir njóta mikilla vinsælda í Evrópu og einkum þá í Bretlandi.

Í Nollywood eru framleiddar 2.400 kvikmyndir á hverju ári ( hvað eru framleiddar margar íslenskar myndir á ári…!) sem þýðir að í Nígeríu eru framleiddar fleiri bíómyndir en í Bandaríkjunum, en færri en í Indlandi ( Bollywood ), sem trónir á toppnum sem mesta kvikmyndaþjóð heimsins.

Nígerískir kvikmyndagerðarmenn vinna yfirleitt mjög hratt og klára tökur á tveimur vikum að jafnaði, ódýrar græjur eru notaðar, og budgetið er að meðaltali um 15.000 Bandaríkjadalir á hverja mynd, eða um 1,7 milljónir íslenskra króna.
Fæstar þessara mynda rata alla leið á sjálft hvíta tjaldið, en eru þess í stað seldar á götum úti, beint til vegfarenda fyrir lágar fjárhæðir, eða oft fyrir tæpar 200 krónur.

Flestar myndirnar seljast í 25-50 þúsund eintökum, en þær vinsælustu seljast kannski í allt að 200.000 eintökum.

Smellið hér á frétt Guardian til að lesa meira um Nollywood kvikmyndir, umfjöllunarefni þeirra og fleira.