Norman Jewison og Rollerball endurgerðin

Leikstjórinn Norman Jewison sem leikstýrði hinni klassísku Rollerball, er síður en svo ánægður með endurgerðina sem skartar þeim Chris Klein og LL Cool J í aðalhlutverkum og er leikstýrt af John McTiernan ( Die Hard ). Lét hann hafa eftir sér í viðtali nú fyrir skömmu að handritið sem hann hefði fengið sent væri fullt af ofbeldisdýrkun, meðan hans mynd væri ádeila á ofbeldi, og því væri megininntak myndarinnar horfið. Sagði hann ennfremur að honum hefði verið boðið til sýningar á myndinni en hann væri að hugsa um að sleppa því að mæta.