Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Die Hard 1988

He's the only chance anyone has got / 40 Stories of Sheer Adventure

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur.

New York löggan John McClane er nýkominn til Los Angeles til að eyða þar jólunum með eiginkonu sinni. Til allrar óhamingju, þá er ekki útlit fyrir gleðileg jól á þeim bænum. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu Hans Gruber, heldur öllum í Nakatomi Plaza byggingunni í gíslingu. Engin leið er fyrir neinn að komast inn eða út úr byggingunni, og því verður... Lesa meira

New York löggan John McClane er nýkominn til Los Angeles til að eyða þar jólunum með eiginkonu sinni. Til allrar óhamingju, þá er ekki útlit fyrir gleðileg jól á þeim bænum. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu Hans Gruber, heldur öllum í Nakatomi Plaza byggingunni í gíslingu. Engin leið er fyrir neinn að komast inn eða út úr byggingunni, og því verður John McClane að grípa til sinna ráða. ... minna

Aðalleikarar


Die Hard er ein af þessum hasarmyndum sem allir á vissum aldri ættu að vera búin að sjá, því þetta er án efa flottasta,frábærasta og einfaldlega besta hasarmynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Myndin fjallar um hinn frábæra lögreglumann John McClane eða Officer McClane sem er svona eitursvalur, en hann ákveður að heimsækja fjölskyldu sína í New York. Þegar hann fer að ná í konu sína sem er stödd í jólaveilsu fyrirtækis hennar lenda þau í þeim óhöppum að bygginginn er hertekinn af hryðjuverkarmönnum sem ætla að ræna fyrirtækið. John McClane er þeirra eina von þar sem hann sleppur undan þeim fyrir tilviljun og þá byrjar þessi skemmtilega atburðarrás. Bruce Willis sýnir stórleik sem John McClane enda held ég að þarna hafi hann skotist á stjörnuhimininn. Ég mæli klárlega með Die Hard enda ein af ef ekki þá bestu hasarmyndum sem hafa verið gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd sló í gegn hjá mér, hasar frá upphavi til enda. John McClaine (Bruce Willis) er í jólapartýi með konuni sinni Holly, í stóru háýsi, þegar hrryðjuverkamenn taka yfir bygginguna. Hryðjuverkamennirnir ætla að ræna peningum sem eru í læstum peninga tönkum í byggingunni. Þeir skera á allar síma línur þannig að ekki er hægt að hringja á hjálp og á þessum tíma á 9. áratugnum voru engir þráðlausir símar komnir. John sem er lögreglumaður fer því í málið að mikilli hörku og berst viðhryðjuverkamennina eins og sannur herforingi. Tekst John McClaine að yfirbuga glæpamennina ? Tekst honum að kalla á hjálp ? Þið verði bara að horfa á myndina til þess að vita meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Die hard segir frá John McClaine(Bruce Willis) sem er pain in the neck fyrir hóp glæpamanna sem ætla sér að ræna verðbréfum í háhýsi í Los Angeles borg á aðfangadagskvöld. Leiðtoginn er Hans Gruber(Alan Rickman) og er skiljanlega ekki par hrifinn af þessari afskiptasemi hjá John. Prýðileg spennumynd sem stenst tímans tönn og hengur vel saman á frábærum leik hjá Willis(McClaine er sko eitthvað allt annað en bleyðan sem Willis lék í Sin city), flottum hasar og fínni tónlist og ber þá helst að nefna níundu sinfóníu Beethoven's sem er notuð öðru hvoru í myndinni og er það vel. Rickman gerir Gruber líka að algjöru kvikindi en viðkunnalegu kvikindi. Reginald Veljohnson er þarna líka í hlutverki lögregluþjóns en hann er ólýsanlega slappur og dregur niður þau atriði sem hann leikur í. Die hard er pínulítið langdregin en ekki svo mikið og þá aðallega þegar fer að líða á seinni partinn. Annars er þetta stórfín mynd sem er vel áhorfsins verð og fær þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá þessa hugsaði ég bara, vá maður en önnur léleg spennu mynd með bruce willis. En allt annað kom í ljós, þessi mynd er ein af þeim betri myndum sem ég hef séð. Die hard eitt stendur hinum 2 langt upp úr varðandi mig og mun líklega toppa 4 líka.



John McClane (bruce) er að fara í jólaboð til konunuar sinnar í nakatomi turninum þegar ræningjar taka yfir turninum. Þeir taka alla sem gísl en McClane tekst að sleppa. hefst þá stóskemmtileg barátta McClane við ræningjana.


Myndin heldur manni við spennuna allan tíman og ekki versnar myndin vað frábæran leik Bruck Willis og ræningja foringjanum Hans(man ekki hvað hann heitir)


þannig að myndin verðskuldar þessar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara góð spennumynd og miklu betri en númer tvö. John McClane (Bruce Willis) fer í jólapartý í skrifstofubiggingu sem kona hans vinnur í. En það koma hryðjuverkamenn í bigginguna og John MacClane þarf að berjast við þá. Í myndinni er hin fræga setning 'yppie kay ee motherfucker!'.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.03.2024

Hafa íbúar New York öllu gleymt?

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Scree...

06.12.2022

Die Hard Jólasveinn vinsælastur

Jólamyndin Violent Night, þar sem Jólasveinninn kljáist við harðsvíraða glæpamenn, rétt eins og John McClane gerði í annarri jólamynd, Die Hard, hér um árið, gerði sér lítið fyrir og fór beint á topp íslenska bí...

01.12.2022

Jólasveinninn bregður sér í spor John McClane

Hópur þrautþjálfaðra og harðsvíraðra málaliða brýst inn á reisulegan herragarð Lighthouse-fjölskyldunnar á aðfangadagskvöld og tekur alla fjölskylduna í gíslingu. Ætlunin er að ræna miklum fjármunum úr sérstak...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn