Í Þriðju Die hard myndinni er John McClane(Bruce Willis) staddur í New York borg og notar allan sinn frítíma í drykkju eftir að hafa verið leystur frá störfum. Skyndilega er hann kallaður ...
Die Hard with a Vengeance (1995)
Die Hard 3
"This time, it's personal "
John McClane er á góðri leið í ræsið, drykkfelldur og búið að reka hann úr löggunni.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
John McClane er á góðri leið í ræsið, drykkfelldur og búið að reka hann úr löggunni. En þegar sprengja springur í Bonwit Teller verslanamiðstöðinni, þá fer lögreglan á fullt að rannsaka málið. Fljótlega hringir maður sem kallar sig Simon, og biður um McClane. Simon segir rannsóknarfulltrúanum Walter Cobb að McClane eigi að koma í leikinn "Simon Says" með sér, eða Simon Segir. Hann segir að McClane verði sem sagt að gera allt sem hann biður hann um að gera. Ef hann geri það ekki þá sprengi hann aðra sprengju. Nú verður John McClane að þeysast um alla borg, ásamt rafvirkja frá Harlem, til að reyna að finna út úr þeim þrautum sem Simon leggur fram. En þegar sprengja springur á neðanjarðarlestarstöð, rétt við hliðina á Seðlabanka Bandaríkjanna, þar sem geymdur er stærsti gullforði í heimi, fer að hitna í kolunum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Fékk MTV verðlaunin fyrir besta hasaratriði, þegar eltingarleikur berst inn í neðanjarðarlestarkerfið með tilheyrandi sprengingum og látum.
Frægir textar
"Zeus: What the fuck are you doin'?
John McClane: Interrogatin' him.
Zeus: Well, what's he gonna tell you, I'm dead?
John McClane: Well, I ain't gonna know 'til I ask him, am I? "
Gagnrýni notenda (10)
Die hard 3, að mínu mati næst besta myndin í seríunni á eftir þeirri fyrstu. Bruce Willis og Samuel l Jackson eru góðir en í myndina vantar allan neista. Henni tekst aldrei að verða spenna...
Þriðja myndin í seríunni er alls ekki mikið síðri en hinar, hasarmyndir verða ekki mikið betri en þessi. Stór sprengja springur í New York borg, og veldur miklu tjóni. Maðurinn bakvið l...
Bruce Willis er sprækur í þessari en betri í hinum. Svo að þessi mynd er ekki mjög góð en sakar ekki að sjá hana.
Þriðja myndin um John McClane (Bruce Willis) er líkast til skemmtilegast myndin í seríunni. Hér hefur John með skapi sínu og drykkju tekist að hrekja konu sína í burtu, er því sem næst ...
Bruce Willis er svalur sama hvað hver segir. hann er flottastur á sunnudagsmorgni í hvítum hlýrarbol með ælu- og bjórblettum á. Þannig er hann einmitt í þessari mynd. Það besta við þes...
Þrátt fyrir að vera ágætis spennuræma er þetta örugglega sísta mynd seríunnar hingað til, enda hinar algjör snilld. Minna um hnyttin samtöl en í fyrri tveim ræmunum, en meira um sprengi...
Þetta er frábær mynd, Bruce Willis og Samuel Jackson fara á kostum í þessari spennumynd Þetta er mynd sem enginn má missa af.





























