Aðalleikarar
Leikstjórn
John McTiernan og Michael Chrichton auðvitað bjóst maður við góðri mynd svo að vonbrigðin urðu mikil er ég sá þessa mynd. Söguþráðurinn er svo sem allt í lagi en þar sem fer í taugarnar á mér er að myndin styður sig á blóðbað og ógeðsleg atriði til að hræða og halda áhorfandanum spenntum líkt og B-hryllingsmynd þegar hún hafði ágætis söguþráð til að halda myndini uppi. SViðsmynd og leikur er nokkuð góður en Michael og Mctiernan ná samt að klúðra þessu og því segi ég einungisforðist þessa mynd hún er ekki þess virði. Ge myndinni samt 1 1/2 stjörnu fyrir ágætis hugmynd leik og sviðsmynd.
Nú þar sem meir en 5 ár eru liðin síðan myndin kom út í bíó þá tel ég það heppilegt að skrifa um hana. Mikil vandræði ollu kringum gerð myndarinnar og ég sé það þegar ég horfi á myndina. 13th Warrior var tekin upp árið 1997 og var ekki gefin út fyrr en 1999. Michael Crichton var víst ekkert sáttur við útgáfu leikstjórans John McTiernans svo hann fékk að endurataka sumar senur og gersamlega endurklippa alla myndina. Það sem ég sá var ágætis mynd, en hefur greinilega verið klippt mjög mikið ef ekki of mikið. Kvikmyndatakan er líka svolítið hrá, ekkert sérstakt reyndar bara óvenju hrá miðað við hve mikið myndin kostaði. 13th Warrior kostaði 80 milljón dali og floppaði illilega í bíóhúsum og ég skil ekki í hvað þessar 80 milljón dalir fóru í. Myndin hefði alveg eins geta kostað 30 milljónir og verið betri en þetta. Þrátt fyrir ýmislega ´galla´ er 13th Warrior alveg vel áhorfanleg. Bardagasenunar eru allar í ringulreið fyrir utan eina og mikið er af blóðútshellingum. Það er gaman að sjá alla þessa Norðmenn talandi norsku þó að tungumálið á þessum tíma var mun líkara Íslenskunni. Antonion Banderas og Dennis Storhoi eru leikararnir sem standa út úr öllu liðinu í myndinni. 13th Warrior er bara ágætis mynd.
Algjör snilld! Hver hefði trúað að 13. stríðshundurinn væri slíkur konfektmoli og raun ber vitni. Þessi konfektmoli er sá besti sem ég hef smakkað á þessari "öld". Liturinn, lyktinn, áferðinn og bragðið er nokkuð sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Það þarf virkilega að smakka þennan mola sjálfur til að skilja hvað ég er að tala um. Vladimir Kulich sýnir stórleik, já hver hefði trúað því að þessi saklausi bóndasonur gæti breytt sér í óttalausan víkingastríðshund með öllu tilheyrandi. Ekki má heldur gleyma Dennis Storhøi sem bókstaflega fer á kostum sem nokkurskonar blanda af Gáfnastrumpi og Ástríki. Rúsínan í konfektmolanum er síðan hin hugdjarfa söguhetja Banderas sem Zorro nokkur leikur af mikilli innlifunn. Verði ykkur að góðu!
Þetta er hin allra mesta skemmtun! Eins og vinur minn sagði þegar að við gengum úr salinum þá eiga allir sem ertu alvöru Íslendingar að fara á þessa mynd og hlæja!! Það er svo skrítið að heyra þessa "víkinga" blanda saman ÖLLUM norlensku tungumálunum!! Það var var samt sem áður gaman að þessu.. Persónulega þá finnst mer þetta besta myndin hans Banderas að undantekknu KLASSÍKINI Zorro sem var kannski agnar ögn betri en samt ekki, þetta er fín mynd sem margir víkingar ættu að hafa gaman að.
Ég skrapp út á leigu til ad brjóta upp próflesturinn adeins. Dvílík mistök. Mig langadi næstum í midri mynd ad byrja aftur ad lesa. Byrjun myndarinnar er ömurleg, einhver arabai dýdir fyrir ödrum araba eitthvad kjaftædi um víkingasidi, hrikalega óspennandi. Einhver drengur kemur siglandi yfir hafid mikla til ad ná í hetjurnar til ad berjast vid einhver "skrímsli". Restinn af myndin fer í ad horfa á leidinlega bardaga milli heilalausra villimanna og drasl víkinga, hvar er Egill eiginlega?? Hver er eiginlega ástædan fyrir ad dessir villimenn eru villimenn og éta dá daudu, gjörsamlega brainless sögudrádur. Antonio Banderas stinkadi gjörsamlega eins og allir í dessari hundónýtu mynd. Og deir töludu allir dönsku í dessari mynd en ekki öll nordurlandamálin í graut eins og einhver nágungi ad ofan segir, fyrir utan litla drenginn sem ad einhverri ástædu taladi sænsku. Myndin fær eina stjörnu fyrir dessa fleygu setningu frá einum víkingum á sannri sudur jótlensku : "Kun en araber ville tage en hund i krig", og hananú.
Um myndina
Leikstjórn
John McTiernan, Jonathan Rhys Meyers
Handrit
Jonathan Rhys Meyers, William Wisher
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. janúar 2000
VHS:
29. mars 2000
- Ahmed Ibn Fahdal: I cannot lift this.
Herger the Joyous: Grow stronger.