Aðalleikarar
Leikstjórn
Það eru Pierce Brosnan og Rene Russo sem fara með aðalhlutverkin í þessari grín- og spennumynd leikstjórans Johns McTiernans sem m.a. gerði kvikmyndirnar Die Hard, The Predator, The Hunt For Red October og The 13th Warrior. Hér segir af Thomas Crown (Brosnan) sem er sérvitur viðskiptajöfur sem veit ekki aura sinna tal og er hann fyrir margt löngu búinn að ná öllum þeim takmörkum sem hann hafði sett sér í lífinu. Hann á hreint og beint allt sem hugur hans hefur nokkurn tíma girnst og satt að segja er hann orðinn leiður á að hafa ekki lengur nein spennandi markmið til að keppa að. Til að ráða bót á tilbreytingaleysinu ákveður hann að gerast meistaraþjófur og ræna einu verðmætasta málverki heims frá listasafninu í New York. En það er ekki nóg fyrir hann að ræna því heldur ákveður hann að gera það um hábjartan dag fyrir allra augum án þess að upp um hann komist! Það er skemmst frá því að segja að þetta meistaralega rán tekst með glans og gerir í einni svipan lítið úr hinu fullkomna öryggiskerfi safnsins. En tryggingafélag það sem ber að bæta tjónið er ekki alveg tilbúið til að gefast upp og ákveður að senda hina eitursnjöllu Catherine Mannig (Russo) á vettvang. Hún fær þegar grun um hver hafi staðið á bak við ránið og ákveður að leggja einstaklega snjalla gildru fyrir Thomas Crown. Þar með er hafinn leikur þar sem enginn getur vitað með vissu hver er í hlutverki kattarins og hver í hlutverki músarinnar! Ágæt spennumynd sem ég hafði gaman af og hvet alla til að kynna sér sem fyrst. Ég gef henni þrjár stjörnur, enda er þetta kvikmynd sem samhæfir gaman og spennu á einkar vandaðan hátt. Þeir sem kíkja á þessa eiga ágætt kvöld fyrir höndum. Engin spurning. Ekki missa af henni!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
María Conchita Alonso, Alan Trustman
Kostaði
$48.000.000
Tekjur
$124.305.181
Vefsíða:
www.mgm.com/thethomascrownaffair
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. september 1999
VOD:
31. október 2013
VHS:
11. maí 2000