Aðalleikarar
Leikstjórn
Í Die hard 2 heimsækjum við John McClane(Bruce Willis) aftur á jólunum en í þetta sinn þarf hann að kljást við hryðjuverkamenn á flugvelli Washington D.C. borgar. Alveg stórfín mynd sem stendur fyrri myndinni ekkert að baki hvað varðar skemmtanagildi a.m.k. og líkt og fyrri daginn er Willis frábær sem hinn skrautlegi McClane og setur góðan svip á myndina. Die hard 2 þjáist þó aðeins fyrir að vera ekki með eins ferskt andrúmsloft og forveri sinn enda Renny Harlin að leikstýra en ekki John McTiernan. Auk þess er Die hard 2 soldið þurrt skrifuð en samt tekst Harlin að skapa andskoti góða mynd með almennilegum hasar og flottu umhverfi(sniðugt hvað það snjóar alltaf í myndinni) þannig að....já, mér líkar bara ágætlega við þessa mynd þó hún sé ekki gallalaus. Þrjár stjörnur. Skemmtilegt.
Aðeins of löng og miklu lélegri en fyrsta en með tíunda áratugs hasar senum. John MacClane (Bruce Willis) er að bíða eftir konu sinni á flugvelli einum. Kemur þá upp minniháttar kókaín vandamál en það er byrjunin á hryðjuverkamönnum sem eru á flugvellinum. En ljósin eru tekin af og flugvél konu hans þarf að fljúga yfir flugvellinn með lítið af bensíni og McClane þarf að yfirbuga hryðjuverkamennina. Ágæt en miklu slakari en fyrsta myndin.
Alveg ágæt mynd en miklu verri en fyrsta myndin. John McClane er á flugvelli að bíða eftir konunni sinni. En það kemur upp minniháttar kókaín vandamál. Þá fer McClane að skoða málið en sér að hryðjuverkamenn eru komnir á flugvöllinn. Vondu gaurarnir taka þá af lendingarljósin og flugvél konu hans þarf að sveima á lofti á meðan hann þarf að berjast við hryðjuverkamenn. Denis Franz leikur aukahlutverk og hann leikur auðvitað löggu því hann leikur alltaf löggu.
Framhaldið af Die Hard gefur hinni myndinni ekkert eftir ! Núna er John McClane fastur á eftir að hryðjuverkamenn ráðast á flugvöllinn. Meira má ég ekki segja svo ég ætla að leyfa ykkur að komast að því hvernig John reddar deginum !
Die Hard myndirnar eru allar mjög góðar, mikil spenna, húmor og hasar. Bruce Willis er auðvitað mjög góður leikari og túlkar John McClane mjög vel í öllum myndunum. Þó svo að 2-myndin sé góð toppar hún ekki 1 né 3 og þess vegna gef ég henni 2 og 1/2 stjörnu, en ég mæli með henni. Mjög góð afþreying.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Steven E. De Souza, Doug Richardson, Walter Wager
Kostaði
$70.000.000
Tekjur
$240.031.094
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/die-hard-2
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. ágúst 1990
- John: How can the same thing happen to the same guy twice?
- Al: Sounds like your pissing in someone's pool again.
John McClaine: Yeah, and I'm fresh out of chlorine.