Náðu í appið
2
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Die Hard 2 1990

Justwatch

Frumsýnd: 17. ágúst 1990

Die Harder.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Fékk verðlaun sem besta erlenda mynd á japönsku kvikmyndaverðlaununum.

Eftir skelfilega atburði í Los Angeles í Die Hard 1, þá er John McClane nú aftur lentur í eldlínunni. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu liðþjálfans Stuart, heldur heilum flugvelli í gíslingu. Hryðjuverkamennirnir áætla að bjarga eiturlyfjabarón úr haldi lögreglu. Til að gera það hafa þeir náð stjórn á öllum stjórntækjum flugvallarins sem hefur... Lesa meira

Eftir skelfilega atburði í Los Angeles í Die Hard 1, þá er John McClane nú aftur lentur í eldlínunni. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu liðþjálfans Stuart, heldur heilum flugvelli í gíslingu. Hryðjuverkamennirnir áætla að bjarga eiturlyfjabarón úr haldi lögreglu. Til að gera það hafa þeir náð stjórn á öllum stjórntækjum flugvallarins sem hefur áhrif á allt flug til og frá vellinum. Þar sem nú eru engin aðflugsljós á flugbrautum vallarins þá verða flugvélarnar að sveima um í loftinu þar til þær geta lent. Eftir því sem eldsneytið minnkar á vélunum, þá styttist tíminn sem McClane hefur til að bjarga málunum. ... minna

Aðalleikarar


Í Die hard 2 heimsækjum við John McClane(Bruce Willis) aftur á jólunum en í þetta sinn þarf hann að kljást við hryðjuverkamenn á flugvelli Washington D.C. borgar. Alveg stórfín mynd sem stendur fyrri myndinni ekkert að baki hvað varðar skemmtanagildi a.m.k. og líkt og fyrri daginn er Willis frábær sem hinn skrautlegi McClane og setur góðan svip á myndina. Die hard 2 þjáist þó aðeins fyrir að vera ekki með eins ferskt andrúmsloft og forveri sinn enda Renny Harlin að leikstýra en ekki John McTiernan. Auk þess er Die hard 2 soldið þurrt skrifuð en samt tekst Harlin að skapa andskoti góða mynd með almennilegum hasar og flottu umhverfi(sniðugt hvað það snjóar alltaf í myndinni) þannig að....já, mér líkar bara ágætlega við þessa mynd þó hún sé ekki gallalaus. Þrjár stjörnur. Skemmtilegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aðeins of löng og miklu lélegri en fyrsta en með tíunda áratugs hasar senum. John MacClane (Bruce Willis) er að bíða eftir konu sinni á flugvelli einum. Kemur þá upp minniháttar kókaín vandamál en það er byrjunin á hryðjuverkamönnum sem eru á flugvellinum. En ljósin eru tekin af og flugvél konu hans þarf að fljúga yfir flugvellinn með lítið af bensíni og McClane þarf að yfirbuga hryðjuverkamennina. Ágæt en miklu slakari en fyrsta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ágæt mynd en miklu verri en fyrsta myndin. John McClane er á flugvelli að bíða eftir konunni sinni. En það kemur upp minniháttar kókaín vandamál. Þá fer McClane að skoða málið en sér að hryðjuverkamenn eru komnir á flugvöllinn. Vondu gaurarnir taka þá af lendingarljósin og flugvél konu hans þarf að sveima á lofti á meðan hann þarf að berjast við hryðjuverkamenn. Denis Franz leikur aukahlutverk og hann leikur auðvitað löggu því hann leikur alltaf löggu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Framhaldið af Die Hard gefur hinni myndinni ekkert eftir ! Núna er John McClane fastur á eftir að hryðjuverkamenn ráðast á flugvöllinn. Meira má ég ekki segja svo ég ætla að leyfa ykkur að komast að því hvernig John reddar deginum !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Die Hard myndirnar eru allar mjög góðar, mikil spenna, húmor og hasar. Bruce Willis er auðvitað mjög góður leikari og túlkar John McClane mjög vel í öllum myndunum. Þó svo að 2-myndin sé góð toppar hún ekki 1 né 3 og þess vegna gef ég henni 2 og 1/2 stjörnu, en ég mæli með henni. Mjög góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.01.2016

Willis meira en gestur í Die Hard 6

Kominn er skriður á gerð sjöttu Die Hard myndarinnar hjá 20th Century Fox kvikmyndaverinu, en vinnuheiti myndarinnar er Die Hard Year One. Í október var greint frá því að myndin yrði líklegast forsaga sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar, en þar my...

13.10.2013

Hercules: Fyrsta stiklan

Fyrsta stiklan er komin fyrir myndina Hercules: The Legend Begins með Twilight leikaranum Kellan Lutz í titilhlutverkinu, en myndinni er leikstýrt af finnska hasarmyndaleikstjóranum Renny Harlin, sem þekktur er fyrir myndir ei...

08.08.2013

Harlin í Úralfjöllunum - Stikla og plaköt

Hasarleikstjórinn Renny Harlin lætur ekki deigan síga, þó svo að verkefnin sem hann fær inn á borð til sín séu ekki í sama gæðaflokki og þegar hann var upp á sitt besta. Hver man ekki eftir spennutryllinum Die Hard 2 og Cli...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn