Náðu í appið
Die Hard 2

Die Hard 2 (1990)

"Die Harder. "

2 klst 4 mín1990

Eftir skelfilega atburði í Los Angeles í Die Hard 1, þá er John McClane nú aftur lentur í eldlínunni.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic67
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Eftir skelfilega atburði í Los Angeles í Die Hard 1, þá er John McClane nú aftur lentur í eldlínunni. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu liðþjálfans Stuart, heldur heilum flugvelli í gíslingu. Hryðjuverkamennirnir áætla að bjarga eiturlyfjabarón úr haldi lögreglu. Til að gera það hafa þeir náð stjórn á öllum stjórntækjum flugvallarins sem hefur áhrif á allt flug til og frá vellinum. Þar sem nú eru engin aðflugsljós á flugbrautum vallarins þá verða flugvélarnar að sveima um í loftinu þar til þær geta lent. Eftir því sem eldsneytið minnkar á vélunum, þá styttist tíminn sem McClane hefur til að bjarga málunum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Gordon CompanyUS
Silver PicturesUS
20th Century FoxUS

Verðlaun

🏆

Fékk verðlaun sem besta erlenda mynd á japönsku kvikmyndaverðlaununum.

Frægir textar

"John: How can the same thing happen to the same guy twice? "

"Al: Sounds like your pissing in someone's pool again.
John McClaine: Yeah, and I'm fresh out of chlorine. "

Gagnrýni notenda (9)

★★★★☆

Í Die hard 2 heimsækjum við John McClane(Bruce Willis) aftur á jólunum en í þetta sinn þarf hann að kljást við hryðjuverkamenn á flugvelli Washington D.C. borgar. Alveg stórfín mynd sem...

Aðeins of löng og miklu lélegri en fyrsta en með tíunda áratugs hasar senum. John MacClane (Bruce Willis) er að bíða eftir konu sinni á flugvelli einum. Kemur þá upp minniháttar kókaín ...

Alveg ágæt mynd en miklu verri en fyrsta myndin. John McClane er á flugvelli að bíða eftir konunni sinni. En það kemur upp minniháttar kókaín vandamál. Þá fer McClane að skoða málið ...

Framhaldið af Die Hard gefur hinni myndinni ekkert eftir ! Núna er John McClane fastur á eftir að hryðjuverkamenn ráðast á flugvöllinn. Meira má ég ekki segja svo ég ætla að leyfa ykkur ...

Die Hard myndirnar eru allar mjög góðar, mikil spenna, húmor og hasar. Bruce Willis er auðvitað mjög góður leikari og túlkar John McClane mjög vel í öllum myndunum. Þó svo að 2-myndin ...

Framhald fyrstu myndarinnar er ekki mikið síðri. Nú er McClaine staddur á flugvelli að bíða eftir konu sinni þegar lætin byrja. Hryðjuverkamenn taka yfir stjórnkerfi flugvallarins og hóta...

Þessi mynd fjallar um lögreglumannin John Mclane sem er að ná í konuna sína sem er að koma frá útlöndum. En þegar Mclane kemst að því að það er verið að ræna flugvellinum þá er h...

★★★★☆

Önnur myndin í þessari þrenning (hef heyrt orðróm að sú fjórða sé á leiðinni), heimsækir John McClane (Bruce Willis) aftur á jólunum. Hann er á Washington Dullas Airport að sækja k...

Frábær mynd með Bruce Willis sem leikur John Maclane sem er frábær. Hún fjallar um það að konan hans er að koma heim úr farþegaflugvél sem er rænt. En hún er ekki betri en Die Hard 1 en...