Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Algjör þvæla byggð á vinsælum leikjum sem var uppáhaldsleikur minn fyrir Super Nintendo. Hvernig gat þeim dottið í hug að fá Van Damme sem John H. Gulie(held að hann hafi heitað það, þó það skipti engu)? Og er sammála Ívari með Raul Julia. Gæðaleikari að hafa svona lélega mynd sem lokamynd var sorglegt(kíkið frekar á fyrstu Adams Family myndina, þar er hann verulega góður). En eins og vanalega, með Van Damme mynd, leiðindi.
Street Fighter er örugglega ein lélegasta mynd sem ég hef nokkurtíman séð. Ef þú ert ekki strákur á aldrinum 3-10 ára geturu alveg gert eitthvað betra við tíma þinn.
Street fighter er skítsæmileg spennumynd byggð á vinsælum tölvuleik og segir frá borgarastyrjöld, gíslatökum og nokkrum heljarins slagsmálum í Suðaustur Asíu árið 1995. Myndin er ekkert sérstaklega góð en er þó áhorfsins verð og eiginlega bara vanmetin. En síðasta mynd Raul heitins Julia hefði þó mátt vera annað og meira en ódýr B mynd.
Látiði mig ekki æla. Raul Julia hvað í ósköpunum varstu að hugsa þegar þú lékst í þessari þvælu, við fáum aldrei svar við því. Van Damme gerðu heimsbyggðinni greiða farðu í langt langt frí.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$35.000.000
Tekjur
$99.423.521
Aldur USA:
PG-13