Gagnrýni eftir:
Exit Wounds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ofurhetjann Steven Seagal er hér mættur sem lögreglumaður sem hefur verið sendur niður um deild ( í skítaplace-ið eins og það er kallað ) og býst hann alls ekki við því sem hann á í vændum. Ágætis afþreying sem er þó svolítið fyrirsjáanleg á köflum. Tónlistarmaðurinn DMX stendur sig ágætlega fyrir framann myndavélina ( Þó svo að ekki er mikið af honum búist ) og sýnir það að það er alveg hægt að vera tveir töffarar í sömu myndinni, þó svo að hinn aðillinn heitir Steven Seagal :)
Executive Decision
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Executive Decision er besta mynd Stevens Seagal frá upphafi ( reyndar er hlutverkið hans ekki stórt ). Hópur hryðjuverkamanna hefur tekið yfir flugvél og Kurt Russell er fengin ásamt Seagal til þess að bjarga deginum. Myndin er full af spennu og hasar. Mæli með henni !
The Glimmer Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Steven Seagal og Keenen Ivory Wayans fara hér með aðalhlutverkin í tíbískri spennumynd. Myndin fjallar um raðmorðingja sem gengur laus og hver annar en Steven Seagal er mættur til að handleggsbrjóta menn og bjarga deginum. Fyrst ég náði að komast í gegnum myndina án þess að dotta augunum þá á þessi mynd alveg skilið að fá eina stjörnu.
Under Siege 2: Dark Territory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Síðast stöðvaði hann vondu mennina sem ætluðu að taka yfir skipið, núna ætla vondu mennirnir að taka yfir lest en Steven Seagal er mættur til þess að stoppa þá. Eins og svo margoft þá þarf alltaf að gera framhald af ágætis myndum en svo endar allt í ósköpum. Jafnast ekkert á við fyrri myndina.
Under Siege
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Under Siege er örugglega besta hasarmynd sem Steven Seagal hefur leikið í. Þó svo að myndir hans byggjast oftast á hversu margar hendur hann brítur þá nær þessi mynd að gera það gott. Tommy Lee Jones stendur sig með prýði sem vondi kallinn. Fínasta skemmtun.
Universal Soldier: The Return
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Van Damme er sífellt í gegnum árin að fara vitlausu megin í lífinu. Honum hlítur að finnast gaman af að þurfa gjörsamlega ekkert að undirbúa leik sinn fyrir myndir annað en það að fara í ræktina. Universal Soldier the Return er algjörlega tilgangslaus mynd og sínir hina leiðinlegu hlið á Hollywood enn einu sinni. Að menn eru bara að hugsa um að græða í stað þess að hugsa aðeins skynsamlega og vanda sig við það sem þeir eru að gera. Alls ekki góð mynd fyrir fólk eldri en 16 ára ( í mesta lagi )
Double Team
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eins og ég hef alltaf sagt er Jean-Claude Van Damme aðeins bardagalistamaður sem talar lélega ensku. Hans leikur er ekki upp á marga fiska því miður en í Double Team er menn gjörsamlega búnir að missa sig. Dennis Rodman ( freakshow með meiru ) og Mickey Rourke ( einn sá útbrenndasti ) eru láttnir við hliðina á Van Damme þurfa menn ekki að spyrja að úrslitum. Fyrir minn smekk ( mann sem hefur áhuga á vel leikstýrðum, skrifuðum og leiknum myndum ) er þessi mynd hrein hörmung. En fyrir þig gæti þessi mynd alveg eins gengið. Það er að segja ef þú dírkar Van Damme eða bara hasarmyndir af hans toga.
The Quest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Quest, Jean-Claude Van Damme að reyna fyrir sér sem leikstjóri, og þar sem hann er nú ekki sérlega góður leikari að auki þá get ég sagt ykkur það að þessi mynd er hrein hörmung. Langdregin og niðurdrepandi. Van Damme er að reyna að gera aðra Blodsport mynd en tekst því miður ekki.
Sudden Death
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég sá Sudden Death hugsaði ég ekki stórt og er það kanski þessvegna sem ég hafði svona gaman af henni. Peter Hyams (Timecop, End of days ) leikstjóri myndarinnar tekur hér ágætis hasarmynd og gerir hana mjög spennandi. Him fínasta skemmtun.
Street Fighter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Street Fighter er örugglega ein lélegasta mynd sem ég hef nokkurtíman séð. Ef þú ert ekki strákur á aldrinum 3-10 ára geturu alveg gert eitthvað betra við tíma þinn.
Timecop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hugmyndin um tímaflakk er rosalega spök og gaman að forvitnast um hvað maður myndi gera ef maður gæti farið aftur í tímann. Timecop kemur með nokkur dæmi um hvað væri hægt að gera og finst mér takast ágætlega með það. Van Damme stendur sig alveg sem hasarleikari ( enda þurfa þeir ekki að standa undir miklu ). Ef þú hefur gaman af Van Damme hasarmyndum, þá á þessi ekki eftir að klikka.
Hard Target
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hard Target er flott í alla staði og getur John Woo tekið þetta hrós sérstaklega til sín. Stíllinn sem John Woo hefur fært inn í Hollywood er rosalega flottur og á sérstaklega vel við í þessari mynd. Van Damme er auðvitað mættur til leiks að berja mann og annan. Í stuttu máli fjallar myndin um stelpu sem ætlar að fara að hitta pabba sinn sem hún hefur ekki séð síðan hún var smákrakki. Hún fær þær upplýsingar um að hann sé týndur og fær aðstoð frá Van Damme til að hjálpa sér að leita hans. Þegar Van Damme byrjar að hjálpa henni kemst hún af því að pabbi sinn var heimilislaus og bjó bara á götunni. Van Damme og hún halda áfram leit sinni og komast að því að pabbi hennar hefur verið myrtur. Þegar morðingjar föður hennar komast að því að Van Damme og stelpan vita svona mikið fara þeir á veiðar á eftir þeim. En ekki bjuggust þeir við að þeir ættu eftir að lenda í svona miklum erfiðleikum að ná Jean-Claude Van Damme!!! Ágætis mynd ef þú hefur gaman af hasarmyndum.
Nowhere to Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Van Damme er auðvitað alltaf sami kvennabósinn, en í þetta skipti er hann að berjast við auðugan kaupsýrslumann sem heimtar að fá landið af ástinni hans. Ég hefði örugglega gaman af þessari mynd ef ég væri af yngri kynslóðinni eða hefði mikið dálæti af Jean-Claude Van Damme. En fyrir minn smekk.... ja lítiðið bara á stjörnugjöfina.
Universal Soldier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Að mínu mati er Van Damme einungis góður leikari ef þú ert strákur á aldrinum 6-12 ára. Þú fílar bardagasenurnar og það er alveg nógu góð uppskrift að bíómynd ef þú sérð fullt af cool atriðum í henni. Að mínu mati gæti Universal Soldier verið ágætis afþreying með rétta viðhorfinu gagnvart því að þetta er slagsmálamynd, og ef þú hefur gaman af slíkum myndum þá efast ég ekki um að þú eigir eftir að hafa gaman af þessari.