Náðu í appið
2
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Die Hard 4.0 2007

(Live Free or Die Hard)

Frumsýnd: 27. júní 2007

Yippee Ki Yay Mo - John 6:27

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Þegar tölvuhakkari hakkar sig inn í tölvukerfi bandarísku alríkislögreglunnar FBI;þá ákveður yfirmaður FBI að ná í alla hakkara sem gætu hafa gert þetta. Honum er hinsvegar sagt að þetta sé ekki mögulegt þar sem þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, 4. júlí, er kominn, og flestir lögreglumenn í fríi vegna þess. Hann skipar því svo fyrir að ná í... Lesa meira

Þegar tölvuhakkari hakkar sig inn í tölvukerfi bandarísku alríkislögreglunnar FBI;þá ákveður yfirmaður FBI að ná í alla hakkara sem gætu hafa gert þetta. Honum er hinsvegar sagt að þetta sé ekki mögulegt þar sem þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, 4. júlí, er kominn, og flestir lögreglumenn í fríi vegna þess. Hann skipar því svo fyrir að ná í venjulega lögreglumenn til að bjarga málunum. Einn af þessum mönnum er John McClane, en hann á að ná í hakkara að nafni Farrell, og fara með hann til FBI. En um leið og hann kemur að ná í hann, þá byrjar einhver að skjóta á þá. McClane tekst að ná þeim út í heilu lagi, en einhver eltir þá. Og þegar McClane kemur til Washington hrynur allt kerfið og ringulreið skapast. ... minna

Aðalleikarar


Ég varð fyrir pínu vonbrigðum með þessa í bíó, varð þess vegna að gefa henni annan séns á dvd. Ok, vandamálið við Die Hard framhöldin er að fyrsta myndin var svo góð að það getur engin mynd staðið undir þeim væntingum. Myndir 2 og 3 voru fínar en langt frá þeirri fyrstu. Ég ákvað því að horfa á hana sem staka action mynd og dæma hana þannig.

John McClane átti alltaf að vera venjuleg lögga sem lendir í erfiðum kringumstæðum. Hér hefur hann hinsvegar þróast út í einhverja blöndu af Jack Bauer, Jason Bourne og James Bond, þ.e. súperlöggu. Mér fannst þeir ganga fullt langt í þeim efnum, sérstaklega þegar hann er að berjast við orustuþotuna. Myndin er mun nútímalegri en fyrri myndir og snýst mikið um tölvur og hryðjuverk. McClane er tæknilega heftur og þarf þess vegna sidekick sem Justin Long leikur. Long stendur sig mjög vel sem tölvuhakkarinn og verður aldrei pirrandi, sem er alltaf sidekick hættan. Stór veikleiki í myndinni er vondi kallinn sem er leikinn af Timothy Olyphant sem er alltaf allt of alvarlegur og frosinn. Þeir sem hafa séð Deadwood seríurnar vita hvað ég er að fara. Myndin er stútfull af hasaratriðum og það er það besta við hana. Maður fær rétt svo að anda í 5 mínútur á milli skotbardaga og bílaeltingaleika. Sem hasarmynd er hún bara helvíti góð, get ekki sagt annað. Kannski er hún bara önnur besta Die Hard myndir þegar öllu er á botninn hvolft.

Myndin bar líka nafnið Die Hard 4.0. Bæði nöfn eru frekar slæm. Önnur nöfn sem voru íhuguð voru varla betri: Die Hard: Reset, Die Hard 4: Die Hardest, Die Hard: Tears of the Sun.

Myndin fékk mikið skítkast á sínum tíma fyrir að vera PG-13 en ekki R, þ.e. fyrir fullorðna. Í heildina litið líður myndin ekki of mikið fyrir það. Mér fannst samt glatað að það mátti ekki segja yippie-kai-yay, motherfucker í bíó. Byssuskot kæfði s.s. fucker.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd. Mikið af tæknibrellum sem sumar kanski ganga ekki alveg upp. En samt sem áður fín mynd sem slík og ég skemmti mér bara mjög vel á henni. Fyrsta myndinn var langbest og hinar tvær sem komu örlítið lagari en samt bara mjög góðar. Þessað Die Hard myndir einkennast af góðum húmor og miklum hasar. Ástæðan fyrir því að ég gef myndini ekki fjórar stjörnur eru sú að sumt sem gerist í myndini gengur kanski ekki alveg upp. En þessi mynd á allavega skilið að fá þrjár störnur. Ég mæli eindregið með henni !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John McClane er mættur aftur eftir 12 ára fjarveru og verð ég að segja að hann hefur alls ekkert versnað og ekki mikið hægt að gera út á hann. Die Hard 4.0 eða Live Free or Die Hard fylgir fyrirvörum sínum mjög vel og myndi ég segja hana betri en mynd númer 2. Die hard 4 er allsvakalega flott Hasarmynd og Hasarmynd sem gerist best með léttum buddy-comedy inní.


Í þetta sinn tekst John McClane að flækja sér á móti stórum hryðjuverkasamtökum sem notast við svokallaða tölvuhakkara sem gjörsamlega rústa umferðinni og fleiru. En eins og venjulega er Johnn McClane til staðar og ótrúlegt að sjá hversu lipur Bruce Willis er þrátt fyrir aldur sinn sem er þó farinn að segja til sín.


Ég get ekki sagt annað en að ég hafi skemmt mér mjög vel á þessari mynd og hún var enginn vonbrigði. Eini Galli myndarinnar er að John McClane er orðinn svoldið mikill Súperman en hann hefur alltaf einkennst sem rangur maður á röngum stað en þó eitursvalur og harður. En undir því er hann bara venjulegur maður ekki maður að skutla sér fram af skutlu sem mér fannst kannski aðeins of ýkt. En engu að síður þrusugóð Hasarmynd og ég mæli með henni í hástert.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fín en óvenju heiladauð endurkoma
Spennufíkillinn og übertöffarinn John McClane snýr þá loks aftur eftir 12 ára fjarveru. Það er skiljanlegt að væntingar mínar hafi samanstaðið af bæði tilhlökkun og kvíða, en það á til með að gerast þegar að Hollywood vekur upp eitthvað gamalt og klassískt og skellir því í nýtt form. Upprunalega Die Hard myndin er auðvitað ekkert annað en gullmoli, og án efa uppáhalds spennumyndin mín. Þessar tvær framhaldsmyndir sem að fylgdu eftir voru ekki alveg í sama gæðaflokki en stórskemmtilegar engu að síður. Bruce Willis hefur hingað til séð til þess að bera myndirnar uppi með töffaraskap, stælum og nettum húmor sem bitnar einkum á því hvað karakterinn er mannlegur sem og hversu óheppinn hann er.

Ég skildi fyrst ekki hvers vegna aðstandendur ákváðu að veita honum endurkomu (ég veit að svarið við því hrópar "peningar!" en Willis á að vita betur). Hinar þrjár voru góðar eins og þær voru og væri það alveg hrein hörmung skildi nýjasta eintakið vera eitthvað mikið síðra. Ég get þó a.m.k. byrjað að fullyrða það að Die Hard 4.0 (eða Live Free or Die Hard, sama hvað þið kjósið að kalla hana...) er langt frá því að vera þetta stórslys sem hún gat léttilega orðið. Auk þess er virkilega gaman að fá að njóta samveru McClane á ný.

Maður verður hins vegar að spyrja sig að einu: Er þetta sami John McClane og við fengum að kynnast í fyrstu þremur lotunum? Mitt svar: Ekki alveg...
Þessi karakter sem eftir stendur er reyndar helvíti svalur og vantar ekki húmorinn í hann, en almáttugur hvað búið er að gera hann að miklu ofurmenni og í kjölfarið fór maður aldrei að efast um að eitthvað slæmt gæti komið fyrir hann! Ef ykkur finnst að þessi umfjöllun eigi eftir að kafa út í fleiri neikvæða punkta, þá er ég hræddur um að það fari svo. Hvar á annars að byrja? Jaa... Fyrst og fremst er ég fullkomlega sannfærður um að það hefði getað fundist betri leikstjóri fyrir myndina heldur en Len Wiseman. Trúið mér, maðurinn getur búið til háværan og snarklikkaðan hasar (ásamt flottum stíl - eins og sást á Underworld-myndunum), en hann á það til að teygja lopann við mörg tækifæri, og inni í því felst það að soga úr myndinni hvern einasta vott af trúverðugleika.

Ég veit að fyrri Die Hard-myndirnar höfðu sinn skammt af heiladauðum og tilgerðarlegum aðstæðum en þessi fer alveg langt útaf kortinu! Að sjálfsögðu skemmti ég mér yfir látunum, og Bruce Willis er í þrusugóðu formi miðað við aldur. Samt hefði ég viljað sjá aðeins jarðbundnari atburðarás, ef ekki bara örlítið. Meira að segja var söguþráðurinn svo út úr kú að þeir sem hafa lágmarks tölvukunnáttu gætu átt erfitt með það að slökkva á heilanum, eins og þeir ættu að gera. Plottið þótti mér stundum alveg jafn hallærislegt og hasarinn. Áhættuatriði myndarinnar eru mörg mjög flott, en á köflum eru þau svo absúrd að ég fékk gjarnan tilhneigingu til þess að líta undan. Það er t.d. ekki normal sjón að sjá eina uppáhalds hetjuna þína nánast dansandi ofan á þotu.

Ég man þá tíð þegar McClane var eðlilegur maður í aðstæðum sem hann var bara hreinlega ekki að nenna, gangandi á tánum út allt ofbeldið kvartandi yfir sársaukanum. Þarna fann maður fyrir spennunni og maður tengdi sig léttilega við karakterinn. Ég get aðeins ímyndað mér, ef þessi nýja, stálheppna og ódrepandi útgáfa af McClane væri látin upplifa eitthvað af fyrri atvikunum aftur, þá færi hann létt með allt saman, og þar af leiðandi yrði lítið um spennu eftir. Ég tala nú ekki um þegar maðurinn missir varla blóð.

Skúrkur myndarinnar fær þó fínt orð á sig, enda hefur Timothy Olyphant ekki náð að valda mér vonbrigðum hingað til (vanmetinn leikari). Hann er enginn Alan Rickman eða Jeremy Irons en hann er meira en ásættanlegur. Justin Long er einnig langt frá því að vera eins pirrandi og ég hélt upphaflega og kemur hann bara vel út með allan þann skjátíma sem hann hefur. Hin sjóðheita Mary Elizabeth Winstead er heldur ekki ósannfærandi sem dóttir McClane.

Die Hard 4.0 er hressandi sumarhasar sem rennur á fínasta hraða. Myndin er vel skotin og nær stundum að gefa manni gott adrenalín-kikk. Ofbeldið sýnir líka passlega hörku (slagsmálasenan á milli Willis og Maggie Q var algjör dásemd!) sem þýðir að fólk þarf ekki að kvíða fyrir PG-13 stimplinum, því þessi er í raun ekkert mikið vægari en hinar. Bara minna af blóti og blóði. Pínu aumingjalegt en ekkert sem þýðir að væla undan. Ég leyfi sjálfum mér samt að væla undan stefnunni sem söguþráðurinn tók í lokaþriðjungnum (tengist dótturinni). Argasta ´90s hasarmyndaklisja og ekkert annað. Virkaði mun betur í t.d. The Last Boy Scout og True Lies. Ég hugga samt sjálfan mig við þá tilhugsun að þessi mynd gat orðið langtum verri, en þegar ég tek næst Die Hard-maraþon set ég stórt spurningarmerki við það hvort ég hafi hana með eða ekki.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Die hard 4.0 er ágæt mynd að mínu mati en ég get ekki leynt því að hún er svona pínulítil vonbrigði. Sjónræn veisla fyrir augað já, hasarinn er svo sannarlega fullnægjandi en það sem böggaði mig allra mest varðandi myndina er að Bruce Willis leikur John McClane á allt annan hátt og í hinum þrem myndunum. Þar gerði Bruce John að svölum náunga sem maður hélt með en hér er hann orðinn eins og einhver allt annar maður. Ég meina, hann er orðinn sköllóttur, hættur að reykja, blótar ekkert og framkoman hefur farið langt aftur. Talandi um sóun, uss. Einnig hefði ég viljað að Beethoven stefið í rokkútgáfu hefði verið notað eins og í trailernum. Af hverju gátu þeir ekki spilað það? En jájá, mér leiddist þessi mynd Die hard 4.0 ekkert, þetta er tveggja tíma hasarkeyrsla(bíll lendir á þyrlu á lofti vá) sem aldrei slakar á. Vel tekin en sem Die hard mynd er þetta vonbrigði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn