Náðu í appið
Total Recall

Total Recall (2012)

"What is real?"

2 klst 1 mín2012

Douglas Quaid er ósköp venjulegur maður sem vinnur í verksmiðju og á sér ágætt líf ásamt hinni fögru eiginkonu sinni, Lori.

Rotten Tomatoes30%
Metacritic43
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Douglas Quaid er ósköp venjulegur maður sem vinnur í verksmiðju og á sér ágætt líf ásamt hinni fögru eiginkonu sinni, Lori. Samt er eins og eitthvað vanti og stundum finnst Douglas eins og líf hans sé of venjulegt. Hann langar í meiri spennu. Dag einn ákveður hann að heimsækja fyrirtækið Rekall, en það sérhæfir sig í að senda fólk í hugarferðalag hvert sem það vill fara þótt staðreyndin sé að ferðalagið er bara blanda af draumi og ímyndun þess sem í það fer. Douglas ákveður að skella sér í hugarferðalag en þegar verið er að setja ferðalag hans af stað verður einhvers konar bilun í búnaðinum þannig að hann fer hvergi. Þess í stað á hann allt í einu fótum sínum fjör að launa á flótta undan útsendurum yfirvalda sem vilja greinilega þagga niður í honum fyrir fullt og allt. Douglas er þessi atburðarás algjörlega hulin ráðgáta því hann veit ekki til þess að hann hafi gert nokkuð af sér. Hvað er að gerast? Getur verið að Douglas sé í raun að upplifa atburðarásina eins og hún er eða er þetta kannski allt saman ímyndun eða draumur?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Total Recall
Original FilmUS
Prime FocusIN
Rekall Productions
Columbia PicturesUS