Gagnrýni eftir:
Changing Lanes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Changing lanes er um vel leikin mynd enda ekki við öðru að búast frá Samuel L Jackson og Ben Affleck. Söguþráðurinn er góður en lítið er um hasar og klám. Jackson er að reyna að fá forræði yfir sonum sínum. Affleck leikur lögfræðing sem er á leiðinni í dómsalinn og þessir tveir menn lenda í árekstri. Jackson fær óvart sönnunargagn sem Affleck þarf og þannig hefst atburðasásin. Jackson mætir of seint í réttarsalinn á fær því ekki forræði yfir sonum sínum. Myndin gerist á einum degi. og elda þeir grátt silfur saman Jackson reynir t.d. að drepa Affleck. Og í heildina er þetta ágætis mynd en þó vantar aðeins meiri hasar. Og gef ég henni tvær og hálfa stjörnu.
Shriek If You Know What I Did Last Friday the 13th
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekkert að þessari mynd!!! Það eru margir ágætis brandarar þarna. Tom Arnold er snillingur og hann er góður í þessari mynd. Þessi húmor höfðaði allavegna til mín og vina minna. Við erum náttúrulega hálfvitar. Hún er ekkert verri en Scary movie og hún er betri en Scary movie 2.
Threesome
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er tær snilld! Það finnst nánast öllum vinum mínum sem ég hef talað við! Hún er vel leikin og söguþráðurinn er mjög góður. Hún er uppfull af húmor og hún er tekur á kynferðislegum vangaveltum á mjög þroskaðan hátt.
Vertical Limit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er prýðileg skemmtun. Nóg af hasar og sérstaklega er byrjunaratriðið gott. Ég er sammála þeim sem talað á undan mér um það að það sé þunnur söguþráður en myndin er samt fín.
Charlie's Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ekki mjög eftirminnileg. Reyndar er ég þegar búinn að gleyma flestu úr henni. Hún fær 14 úr stjörnu fyrir flottar kerlingar, 1/4 úr stjörnu fyrir bardagaatriðin(Sem jafnast ekkert á við Matrix!), 1/4 úr stjörnu fyrir tónlistina, 1/4 úr stjörnu fyrir Tom Green(The Chad!) og hálfa stjörnu fyrir Bill Murrey(frábært atriði þegar að hann bjó til byssuna úr froðuplastinu!). Annars er þessi mynd bara fyrir feminista og þar sem ég er karlremba í hæsta gæðaflokki þá finnst mér þessi mynd ekki góð! En ég meina come on! Ef mér finnst það ekki svalt þegar Stallone finnur ekki fyrir kjarnorkusprengju þá finnst mér það ekki svalt þegar að einhverjar þrjár kerlingar finna ekki fyrir því. Ef að þið kerlingarnar eru í leit að jafnrétti þá er það sannarlega ekki leiðin að detta niður á sama plan og ömurlegar karlahasarmyndahetjur sem að meika ekki sens. Þá vil ég frekar Matrix eða Die Hard(Það sást þó á willisnum eftir sprengingar!).
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Samsuða af hálfvitaskap sem að ætti að koma öllum í gott skap. Þetta er alveg ótrúlega fyndin mynd. Endaatriðið er mér ennþá í fersku minni enda endaði hún svo snögglega að maður tók varla eftir því. Sumir taka upp á því í umfjöllunum sínum að skrifa plottið í myndinni en ég geri það aldrei og það verður engin breyting hér á því að það er einfaldlega ekki hægt að útskýra plottið. It's fucked up. "WE ARE THE KNIGHTS WHO SAAAAAAYYYYYYY!.....NI! NI! NI!NI! NI! NI!
The Frighteners
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég vissi ekkert um þessa mynd þegar að ég leigði hana. Og niðurstaðan var einföld. Hún er frábær. Fyndin, sniðug, flott og svolítið spooky.
Back to the Future
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær kvikmynd. Það er ekkert slæmt við hana. Michael J. Fox er yndislegur leikari. Ótrúlega fyndin og sniðug.
The Perfect Storm
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þvílíkt sorp! Það munaði engu að ég hefði farið í hléinu. Ég fór á þessa mynd með vinum mínum og við hlógum að þessu drasli. Hún var ógeðslega væmin. Það gerðist ekkert fyrir hlé. Tæknibrellurnar entust í 10 mínútur og jafnvel þótt þær væru ágætlega gerðar þá bjargar það engu. Ég hélt að ég myndi æla þegar að ég sá fólk vera grenjandi yfir þessu ömurlega endaatriði. Ég myndi ekki vorkenna þessum kanafíflum fyrir mitt litla líf. Mark Whalberg fékk 150000 fyrir túrinn og hann var að kvarta - hann var nú samt launaminnstur. Ég ætla ekki að vorkenna fíflum sem að eru bara svo ofurheimskir að fara út í þetta hörmulega veður þegar að þeir hefðu bara átt að bíða það af sér. ÞVÍLÍK HEIMSKA!
Romeo Must Die
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörmuleg mynd! Hvað er hægt að segja. Þvílík vonbrigði. Öll slagsmálaatriðin í myndinni voru þau sem ég sá í auglýsingunni, inn á milli hasaratriðina voru allir að væla og það var ógeðslegt. Ég hef aldrei öskrað "Ömurleg mynd" þegar að myndin var búin fyrr en núna. Þessa hálfu stjörnu fá röntgenmyndirnar í hasaratriðunum. Að nafn Matrix-bræðranna skuli vera vanhelgað með því að kenna þau við þessa mynd er mikil synd.
Shanghai Noon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með betri myndum sumarsins. Þessi kom mér á óvart. Ég vissi að hún yrði góð en hún var bara frábær. Betri en allt þetta Romeo must die shit. Hún var slæm. Shanghai noon var nú eiginlega bara grínmynd frekar en bardagamynd en samt var hún betri bardagamynd en Romeo sem segir kannski ýmislegt um gæði þeirrar myndar. Jackie fer á kostum og Owen líka. Frábær skemmtun!
Drop Dead Gorgeous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær ádeila á fegurðarmat Bandaríkjanna. Það stóðu sig allir vel í þessari mynd. Það var svo ógeðslega fyndið þegar að Denise Richards er að dansa við Jesú á krossinum. Ég hélt að ég myndi grenja úr hlátri.
The Insider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd í bíó og vissi eiginlega ekkert um hana. Núna er þetta orðin ein af uppáhalds myndunum mínum. þetta er ein best leikna mynd sem ég hef séð. Allt við þessa mynd er nánast fullkomið. Frábær myndataka sem er mjög óvenjuleg. Allar þessar "up-close" myndatökur voru flottar. Tókuð þið eftir því að það sást ekki einn maður í myndinni reykja sígarettu. Það er nú kannski ekki skrítið miðað við boðskapinn í myndinni.
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekki miklu hægt að bæta við það sem er þegar búið að segja í þessum umfjöllunum. Þó eru skilaboðin augljós. Manneskjan er dýr en ekki eitthvað stórkostlegt afrek einhvers guðs sem að vill hafa okkur á toppnum. Við eigum ekki að umkringja okkur í veraldlegum eigum og lifa eftir skipunum annarra. Miðið við þessi skilaboð þá er ég ekki hissa að leikstjórinn (David Fincher) sé góðvinur Marilyn Manson. Brad pitt:"When I finished school I asked my father: "What do I do now?". He said:"Go to collage". Norton:"I know that feeling". Pitt:"And when I finished collage I asked my father:"what now?". And he said"Go get a job". Norton:"Been there!". Pitt:"And after five years i called him and asked:"What now? And he said:"I don´t know, go get married!" Norton:"Get married! I can´t get married! I´m a thirty year old boy!" Pitt:"We are a generation raised by women. I´m not sure another woman is what we really need!"
Die Hard with a Vengeance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bruce Willis er svalur sama hvað hver segir. hann er flottastur á sunnudagsmorgni í hvítum hlýrarbol með ælu- og bjórblettum á. Þannig er hann einmitt í þessari mynd. Það besta við þessa mynd er það að hún er algerlega laus við væmni eins og allar hinar die hard myndirnar og öfugt við nánast allar aðrar hasarmyndir. Ég væri alveg til í að sjá fleiri die hard myndir. Samuel L. Jackson stendur sig einnig vel í þessari mynd og það er óvenulegt að sjá Bruce Willis með hjálparkokk. Svo vil ég benda handritsgerðarmönnum, leikstjórum og framleiðendum á það að það er óþolandi að sjá hasarmyndir eyðilagðar með væmni. Svo ekki sé nú minnst á myndir sem eiga að vera hasarmyndir en eru ekkert annað en hundleiðinlegar vælumyndir eins og Perfect storm (OOOOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJJ)! TAKK!
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndnasta mynd sem hefur verið gerð. Gargandi snilld. Það er hægt að horfa á hana endalaust. Ég held að ég sé búinn að sjá hana svona 30 sinnum. "IT'S LIKE RUNNING IN AN INCREDIBLE SPEED HARRY"!
Dalalíf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alger della sem bregst ekki. Klassi!
G.I. Jane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein sú allra versta mynd sem ég hef séð. Það er afrek að það sé hægt að gera svona hörmulega mynd! THIS SUCKS!
Top Secret!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég slysaðist til að horfa á þessa mynd fyrir stuttu og þá var hún án texta. Þvílík snilld. Ekkert fyndnara. Ég er sammála gaurnum sem að minnist á atriðið með manninn með stækkunarglerið og það er líka frábært þegar að kallinn dettur af kastalanum og brotnar eins og postulínsstytta. Rent this movie and laugh your ass off!
Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit að þessi mynd er mjög heimskuleg en mér líkaði hún bara svo drulluvel. Snipes hefur ekki verið svalari síðan í demilition man. Byrjunaratriðið er ótrúlega flott. Lagið í byrjuninni er ótrúlega gott. Ein besta vampýrumynd sem gerð hefur verið.
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mafíósamynd sem gerð hefur verið. Tekur allar Godfather myndirnar í rassgatið. Joe Pesci er yndislegur. Reyndar standa allir leikararnir í myndinni sig frábærlega. Snilld.
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd sem ég hef séð. Hrein snilld sem ég á aldrei eftir að gleyma. Sjáið hana aftur og aftur og aftur..................