Náðu í appið
Gagnrýni eftir:

Sindri Bergmann



The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð mynd þar sem Tom Cruise sýnir á sér betri hliðina. Myndin er í Braveheart stíl en sagan, umhverfið og leikurinn er skemmtilegur. Það er óhætt að mæla með þessari en hafa ber í huga að ameríska þjóðin þarf auðvitað að njóta sín innan um aga, virðingu og baráttuvilja Samuraianna. Tvö eða þrjú minni bardagaatriði myndarinnar þar sem aðferðir og bardagastíll Samuraianna fær að njóta sýn eru alveg hreint mögnuð og greinilega mikið lagt í öll smáatriði. Það sem er einnig skemmtilegt er að myndin á að gerast í Japan, umhverfið er heillandi og sviðsetningin alveg frábær. Það er eitthvað við japanska Samurai-ann sem er heillandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svakaleg mynd! Ég átti von á því að myndi gæti ekki staðið fyrir forvera sínum en hún gerði það svo sannarlega. Brellurnar voru svakalegar, leikurinn var góður og myndin í alla staði vel gerð. Tæknibrellurnar framúrskarandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Transporter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð mynd í anda Leon sem vekur upp gamlar minningar. Luc Besson kann að gera góðar spennumyndir með flottum upptökum. Þeir mega eiga það að mörg atriðin voru frumleg og sviðsetningin hrein snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhaldið gefur fyrri myndinni ekkert eftir. Myndin er vægast sagt hrein snilld og án efa glæsilegasta mynd síðan fyrri myndin kom út. Gæði milli mynda er í hámarki og það hefur klárlega skilað sér að taka allar þrjár myndirnar upp í sömu lotu. Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn eða fara í einhver smáatriði, fæst orð bera minnsta ábyrgð. Ég mæli eindregið með myndinni og bíð spenntur eftir þriðju myndinni. The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring og The Two Towers eru flottustu og með betri myndum sem finnast í kvikmyndsögunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers in Goldmember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis skemmtun. Kemur mjög á óvart því að samkvæmt formúlinni ætti þess mynd að algjörlega floppa, sem ekki varð raunin. Þeim tekst að halda Mójó-inu gangandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Triple X er ágætis mynd sem reynir að stæla James Bond. Hinsvegar kemst hann ekki með tærnar þar sem Bond er með hælana þó að tæknibrellurnar séu ekki að verri endanum. Það koma ákveðnir kaflar í myndina þar sem leikstjórinn hættir að vera jarðbundinn og mótórhjól fara að geta flogið. Sprengjuvarpa virkar eins og í PlayStation og svo lengi má telja. Umhverfið gerist í Prag sem gerir sviðsetninguna heillandi og ef maður gleymir nokkrum fáránlegum atriðum þá er leikur Vin Diesel ekki af verri endanum. Ágætis skemmtum ef þú ert að leita að hasarmynd. Hugsanlega höfðar þessi mynd meira til ungu kynslóðarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
K-19: The Widowmaker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð mynd sem lýsir með ágætum í hvernig aðstæðum áhöfn K-19 lenti. Það er alveg hreint skelfilegt að vera úti á sjó tugum eða hundruð kílómetrum frá landi og lenda í kjarnorkubilun. Sýnir hversu illa öryggismálum Rússa var háttað og hversu litlu mátti muna að kjarnorkustríð myndi hefjast enn einu sinni. Það er eitthvað við kafbátamyndir sem heillar mig, spennan í myndinni náði samt ekki upp í myndir eins og U-571, The Hunt for Red October, Das Boot og Crimson Tide. Burt séð frá spennu er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
About a Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg meiriháttar skemmtileg gamanmynd þar sem Huge Grant slær í gegn með stórkostlegum leik ásamt meðleikurum sínum. Hér er hreinlega á ferðinni ein besta mynd ársins ef ekki bara sú besta enn sem komið er. Full af breskum húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð mynd sem svo sannarlega stendur fyrir sínu. Myndin vakti upp gamlar Star Wars tilfinningar sem segja mér að næsta mynd verði hápunktur Star Wars myndanna. Þrátt fyrir mikil vonbrigði með fyrri myndina fór þessi fram úr væntingum og vel það. Ég get ekki beðið eftir þriðju myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elling
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg og huglúf mynd um tvo skrítna kalla sem þurfa að standa á eigin fótum í þjóðfélaginu. Þeim tekst vel til á skoplegan máta og mæli ég eindregið með þessari mynd. Ekki skemmir fyrir að hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2002.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral Damage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áhugaverð Schwarzenegger mynd sem er í stíl við fyrri myndir þar sem hann er hetjan. Ágætis skemmtun með reyndar einkennilegum tæknibrellum því að betur hefði mátt standa að þeim. Söguþráðurinn var ekki líkur öðrum myndum og umhverfið skemmtilegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með The One, kannski vegna þess að ég hafði gert mér of miklar vonir. Kiss of the Dragon á sennilega sök á því að eftirvæntingarnar voru svona miklar og hugsanlega trailerinn sem var ekki af verri endanum. Í myndina vantar einhvern neista til að koma myndinni á flug en hún fær tvær stjörnur fyrir flott atriði, sem við reyndar höfum séð áður í Matrix og Romeo must die.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Training Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klárlega ein af bestu myndum ársins 2001. Denzel Washington er magnaður leikari og sýnir enn og aftur að hann er með þeim bestu í Hollywood. Ethan Hawke kemur alveg svakalega á óvart, enda hefur hann ekki leikið í neinni stórmynd síðan Reality Bites. Svakaleg ræma sem á eftir að slá í gegn á Íslandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð vel gerð og flott kvikmynd. Það er alls ekki hægt að segja að söguþráðurinn sé lélegur því að hafa skal í huga að þetta er endurgerð/breytt framhald af gömlu Planet of the Apes í nýjum búning. Myndin fær áhorfendur vafalaust til þess að hugsa hvernig heimurinn gæti verið og sýnir manninum annað sjónarhorn af því hvernig hann fer með aðra jarðarbúa. Mark Wahlberg leikur að vanda þessa rólegu týpu sem aldrei getur verið hræddur við eitt né neitt. Það skemmir kannski ekki fyrir en fær mann til þess að hugsa hvort að hann hafi verið rétti leikarinn fyrir hlutverkið, þó að hann leiki alls ekki illa. Tæknibrellurnar eru ekki framúrskarandi enda erfitt að finna mynd sem skarar fram í þeim flokki í dag en búningarnir voru vægast sagt frábærir. Topp mynd sem vert er að sjá - Myndin er galopin í alla enda fyrir framhald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þó að söguþráðurinn sé ekkert sérstakur verð ég að segja að myndin er engan veginn í líkingu við það sem ég átti von á þ. E. mun betri. Ég bjóst við að sjá endalaus klíkustríð og vitleysu en svo varð ekki raunin heldur smá plott sem gæti verið smá vit í. Restin af umfjölluninni er sennilega aðeins fyrir þá sem hafa séð myndina. Það eru nokkur atriði sem ég er ekki sáttur við, sem minna á Scary Movie eða Know what you did myndirnar, þar sem fórnarlömbin hlaupa alltaf inn í húsið aftur þar sem raðmorðinginn er t. D. að ég er nokkuð viss um að það er ekki til sá vöruflutningamaður í Bandaríkjunum sem ekki er með vopnabúr í bílnum sínum og hvernig væri að stíga bara á bremsuna á 50 tonna trukknum þegar glæponinn er á leiðinni inn í trukkinn á 100 km. hraða? Það jákvæða fyrir utan betri söguþráð en ég átti von á er að þetta er líklega fyrsta myndin sem ég fer á sem virkilega notar hljóðkerfi kvikmyndahúsanna. Hljóðvinnslan er virkilega flott og vonast ég eftir fleiri svona myndum. Það er líka gaman að sjá annað sjónarhorn af amerískri bílamenningu því að japönsku bílarnir fá að njóta sín vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hin sæmilegasta ræma. Skyndilega í þriðju myndinni kom í ljós að allir höfðu gleymt að settar voru upp tvær eyjur fyrir risaeðluframleiðslu. Þar sem ein þeirra gleymdist var tilvalið að búa til JP3. Í stað þess að láta eyjuna í friði eða þurrka upp eyjuna með þeim vopnum sem til eru í dag þurfti endilega maðurinn sem hafði farið sem verst út úr risaeðluæfingunum í JP1 og JP2 að skella sér í sumarfrí á gleymdu eyjunni. Ekki nóg með það ákvað hann að opna búrið fyrir pirruðu risaeðlufluglana svo þeir gætu flogið yfir á meginlandið svo að tökur á JP4 geti hafist sem fyrst. Myndin er í fáum orðum sagt endurtekning af JP1 og JP2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dances with Wolves
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög vönduð mynd sem þarf einbeitingu frá upphafi til enda. Sennilega besta mynd Kevin Costners enda rakaði hún til sín Óskarsverðlaun. Mæli með DTS útgáfunni af þessari því að hljóðið þarf að fá að njóta sín. Myndin er löng og því nauðsynlegt að vera undir hana búinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg gamanmynd og öllu betri en Rush Hour 1. Jackie Chan er skemmtilegur og með ruglinu í Chris Tucker verður til ný tegund af myndaseríu. Kannski má segja að nú sé á ferðinni löggu-sería sem líkja má við Lethal Weapon myndirnar þó húmorinn sé öllu öðruvísi. Bíð spenntur eftir Rush Hour 3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð ofbeldismynd þar sem Jet Li sýnir allt sitt besta. Myndin er spennandi frá upphafi til enda. Umhverfið, París, er skemmtileg tilbreyting og að vanda klikka ekki myndir sem Luc Besson hefur komið nálægt. Jet Li skilar þessu verki af sér mun betur en í Romeo Must Die, þó hann hafi ekki slegið slöku við í þeirri mynd, en hér er líka öllu alvarlegri mynd á ferðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Very Bad Things
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með hreina gamanmynd í huga. Það er sennilega það sem ég hef klikkað á. Mér finnst trailerinn gefa mjög ranga mynd af sjálfri kvikmyndinni vegna þess að þessi mynd reyndist vera frekar ógeðsleg og eiginlega meira af blóði en húmor. Myndin var vel leikin og Cameron Diaz kemur vel út eins og í There's Something About Mary. Ég mæli með henni ef þú vilt sjá sláandi mynd þegar kemur að ofbeldi og slysum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aliens
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa langbesta Alien myndin sem heldur manni spenntum frá upphafi til enda. Vægast sagt frábær leikur og snilldarleg leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

GoodFellas er án efa með betri mafíumyndum sem gerðar hafa verið. Í henni leika topp-mafíuleikarar Hollywood, Robert De Niro og Joe Pesci. Ekki klikkar Martin Scorsese ferkar en vanalega í þessu meistaraverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nutty Professor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki er öll vitleysan eins. Sennilega ein besta Eddie Murphy myndin af vitleysu-myndunum hans. Það má hafa gaman af henni. Hún fær tvær og hálfa hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sennilega ein besta ef ekki bara besta kvikmynd sem gerð var árið 1994. Ef þú hefur ekki séð þessa kvikmynd þá skaltu sjá hana næst. Handritið er alveg einstaklega gott, góðir leikarar og vægast sagt vönduð í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Perfect Murder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þokkaleg spennumynd. Douglas leikur sitt hlutverk vel en að mínu mati var myndin frekar sérstök vegna þess að einu persónurnar sem áhorfandinn fær að kynnast eru þau þrjú, Douglas, Mortensen og Paltrow.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Good Will Hunting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sennilega ein besta ef ekki bara besta kvikmynd sem gerð var árið 1997. Ef þú hefur ekki séð þessa kvikmynd þá skaltu sjá hana næst. Handritið er alveg einstaklega gott, góðir leikarar og vægast sagt vönduð í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men of Honor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cuba Gooding Jr. leikur Carl Brashear sem stefnir á að verða besti kafari í bandaríska hernum. Þar sem hann er á vitlausum stað á vitlausum tíma (og svartur í þokkabót) gengur honum ekkert alltof vel en sannar þó að það má sigra ýmislegt á þrjóskunni. Leslie Sunday sem Robert DeNiro leikur gerir honum lífið ekki auðveldara í upphafi en fljótt sameinast þrjóskan í þeim báðum og úr því verður amerískur endir á þessari sæmilegu ræmi, Men of Honor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Along Came a Spider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætlega heppnuð mynd sem er óbeint framhald af Kiss the Girls. Morgan Freeman er í aðalhlutverki í þessum fína sálfræðitrylli en eins og ávalt veldur hann áhorfendum ekki vonbrigðum. Myndin er yfir höfuð góð en því miður vantar í hana alla spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Watcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mögnuð spennumynd þar sem áhorfendur fá ekki að slaka á í eitt augnablik. Sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Parents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það verður erfitt að slá þessa mynd út. Án efa sú besta á árinu og árið er rétt að byrja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Get Carter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einkennileg mynd. Sylvester Stallone er handrukkari (Financial Adjuster) og kemst að því að bróðir hans sem hann hefur ekki hitt í langan tíma dó skyndilega. Hann á bágt með að trúa því að hann hafi dáið eðlilegum dauðdaga (drukkinn við stýri) og reynir að komast að því hvað hvort einhver hefur haft puttana í dauða hans. Sérstök myndataka og ágætis mynd þegar á botninn er hvolft. Sylvester Stallone getur gert miklu betur en þetta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shaft
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alveg ljóst hver er svalasti leikarinn þetta árið, Samuel L. Jackson fer á kostum í stórskemmtilegri og spennandi mynd þar sem hann er svalasta löggan í bænum og alls ekki gömlu Shaft myndunum til skammar. Óhætt að mæla með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er deginum ljósara að hér er á ferðinni meistaraverk eftir Ridley Scott. Sviðsetningin er stórkostleg og leikurinn frábær. Russel Crowe fer á kostum sem Gladiator á tímum Rómar. Enginn ætti að missa af þessari í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chill Factor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er óhætt að segja að söguþráðurinn í Chill Factor minni óneitanlega á spretthlaupið við tíman í Speed-myndunum en í þessu tilfelli er það bæði tími og hiti. Myndin er ekkert meistaraverk en ágæt afþreying. Cuba Gooding Jr. leikur ágætlega en það má segja að þessi mynd hafi ekki verið skref upp á við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Talented Mr. Ripley
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einkennileg en vel leikin mynd þar sem Matt Damon og Gwyneth Paltrow leika aðalhlutverkin. Í fyrri hluta myndarinnar kynnast áhorfendur persónum myndarinnar og má segja að myndin sé drama frá upphafi fram að hlé en þá loksins fór eitthvað að gerast. Á augabragði breytist myndin í spennumynd og fer að snúast um mikla ráðgátu og eltingaleik lögreglunnar um eitthvað sem fáir virðast skilja. Myndin fjallar um Tom Ripley sem leikinn er af Matt Damon. Tom er sendur til Ítalíu til þess að fá son Herberts Greenleaf sem er amerískur Skipajöfur til þess að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sonurinn Dickie Greenleaf (leikinn af Jude Law) vill allra síst flytja aftur til Bandaríkjanna og Tom og Dickie verða miklir vinir. Af slysni drepur Tom vin sinn Dickie og dettur honum það snilldar ráð að í stað þess að láta Dickie hverfa sporlaust fer hann að þykjast vera hann. Tilgangur Gwyneth er einmitt til þess að flækja málin fyrir Tom því að hún er kærasta Dickie. Þar með fer einhver að sakna hans og kemur í veg fyrir að Tom komist upp með alveg hina fáranlegustu morðflækju. Dickie átti annan vin sem Tom losar sig fljótt við þegar hann fer að gruna að Tom er farinn að þykjast vera hann. Of margar tilviljanir koma Tom í slæma stöðu og oft óvíst hvernig hann kemur sér úr vandanum. Ekki skrítið að myndin hafi verið sviðsett á Ítalíu því að erfitt er að sannfæra áhorfandann að svona flækja geti gerst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir allt er myndin alveg ágætis skemmtun og eins og áður sagði vel leikin. Sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bone Collector
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Beinasafnarinn er mynd sem er vel þess virði að sjá og kom mér mjög á óvart. Angelina Jolie leikur mjög vel og Denzel Washington ekki síður. Ágætis spennumynd með áhugaverðum söguþræði sem heldur manni spenntum frá upphafi til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Double Jeopardy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórgóð kvikmynd þar sem Ashley Judd og Tommy Lee Jones fara með aðalhlutverkin. Ashley leikur Libby Parsons sem er telur sig lifa í hamingjusömu hjónabandi, en það á eftir að breytast fljótt. Eiginmaðurinn hennar Nick sem leikinn er af Bruce Greenwood sviðsetur sitt eigið morð og kemur henni á bak við lás og slá og sleppur með sína eigin líftryggingu. Síðar kemst hún að því hvað hefur gerst og þegar hún losnar út reynir hún að hafa upp á honum til að ná hefndum þar sem ekki er hægt að dæma hana fyrir morð í annað skiptið. Frumleg, spennandi og alls ekki lík the Fugitive - Óvæntur endir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alveg merkilegt hvernig James Bond kvikmyndirnar virka alltaf vel á mann. Tæknin í fyrirrúmi og glæsileg myndataka. Þessi mynd svíkur ekki forvera sína og ég er ekki frá því að þetta sé ein af betri Bond myndunum hingað til. Á því leikur ekki vafi að Pierce Brosnan kemst í flokk Sean Connery og Roger Moore sem einn af flottustu Bondunum og það skal ekki teljast léleg ákvörðun að láta hann taka við af Timothy Dalton sem er eflaust lélegastur allra Bondara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð gamanmynd þar sem segja má að hún hafi verið sérsniðin utan um Martin Lawrence. Leikstjórinn Les Mayfield hefur gott tak á myndinni allan tíman. Martin fær að njóta sýn alla myndina og hún virðist ekki missa taktinn eftir því sem líður lengur á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Instinct
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd þar sem Anthony Hopkins og Cuba Gooding Jr. fara á kostum. Donald Sutherland leikur ekki stórt hlutverk en það litla sem hann sést í myndinni stendur hann sig prýðisvel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Blue Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg gamanmynd þar sem Steve Martin fer á kostum að vanda. Myndin fjallar um mafíuforingja (Steve Martin) sem ákveður að bera vitni gegn mafíunni. Honum er komið fyrir í saklausu litlu þorpi með skemmtilegum afleiðingum til þess að verja hann frá leigumorðingjum mafíunnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Private Parts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg sannsöguleg gamanmynd sem kemur virkilega á óvart. Myndin fjallar um aðalleikarann Howard Stern, líf hans og hvernig hann varð einn frægasti útvarpsmaður bandaríkjanna. Mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Close Encounters of the Third Kind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég horfði á þessa mynd með miklum eftirvæntingum þar sem Steven Spielberg leikstýrði þessari kvikmynd og ég var búinn að lofa sjálfum mér að sjá hana fyrr eða síðar. Með tilliti til þess að myndin er 22 ára gömul þá var í rauninni ekkert sem virkilega hreif mig. Sama ár kom fyrsta Star Wars myndin út eftir George Lucas sem eyðileggur áhrif tæknibrellanna á mig. Richard Dreyfuss leikur ágætlega en það er ekki nóg, það einfaldlega vantaði eitthvað í hana - kannski spennu?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtilega gamanmynd þar sem Adam Sandler fer á kostum ásamt 7 ára mótleikurum sínum, litlu tvíburunum, Cole og Dylan Sprouse sem leika lítinn strák að nafni Julian. Myndin fjallar um Sonny Koufax sem fattar allt í einu að hann hefur orðið eftir á sama þroskastigi og hann var á fyrir 10 árum síðan þegar kærasta hans fer frá honum. Í fljótfærni og hugsunaleysi gerir hann tilraun til þess að ná kærustu sinni til baka með því að ættleiða lítinn strák. Hann áttar sig fljótt á því að hann hefur svo sannarlega ekki gert það rétta í stöðinni og ræður hreinlega ekki við föðurhlutverkið. Sonny kemst líka að því að kærasta hans er farin að halda í fullorðinn mann sem er aðeins skipulagðari en hann. Allt fer í vaskinn og til þess að fá smá spennu í myndina fer hún að snúast um forræði og föðurímynd. Höfundurinn má eiga það að vera skapandi og leikstjórinn fyrir að hafa skilað myndinni vel frá sér á skemmtilegan hátt. Annars er þetta ekki fyrsta myndin í þessum flokki sem þessi leikstjóri leikstýrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Outland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum hvað varðar leik og sviðsetningu. Connery leikur þarna ekki sitt besta hlutverk og aðrir leikarar eru engu betri. Mæli ekki með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Father of the Bride Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eina leiðin til þess að búa til vel heppnað framhald af mynd sem fjallar um sama efni og fyrri myndin er að gefa hana út með a.m.k. fjögura ára millibili. Það má með sanni segja að þessi mynd heppnaðist frábærlega vel. Steve Martin fer á kostum eins og vanalega og sennilega einn besti ölvörugamanleikari síðari ára. Myndin fjallar um það sama og sú fyrri eins og áður sagði, Steve á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Það er óhætt að mæla með þessari í beinu framhaldi af fyrri myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Overboard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis gamanmynd um karl og konu (Kurt og Goldie) sem eiga ekkert sameiginlegt. Goldie leikur moldríka konu sem er uppsnobbuð en Kurt er verkamaður sem varð svo óheppinn að þurfa að gera við rafstýrða skóskápinn hennar Goldie í einkasnekkju hennar. Eiginmaður Goldie verður svo þreyttur á henni að hann byltir henni fyrir borð og sjómenn bjarga lífi hennar. Goldie þjáist af minnisleysi og Kurt heimsækir hana á spítalann þar sem enginn vill þekkja hana og reynir að sannfæra alla um að hún sé kona hans. Í ljós kemur að ólíkar týpur geta átt eitthvað sameiginlegt. Sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Father of the Bride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg mynd þar sem hinn frábæri gamanleikari Steve Martin fer á kostum. Myndin fjallar með gamansömum hætti um það hvernig er að eldast og þegar dóttirin á heimilinu giftir sig. Steve Martin á í erfiðleikum með að sætta sig við hvernig aldurinn sækir að honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meiri háttar góð mafíumynd með mörgum stórleikurum sem fara á kostum. Þar má nefna Robert De Niro, James Woods, Joe Pesci og James Woods sem öll leika alveg frábærlega vel. Sharon Stone leikur leiðinlegan karakter sem ef eitthvað er dregur myndina niður en spilar samt stórt hlutverk í myndinni. Frægi leikstjórinn Martin Scorsese leikstýrir vel að vanda. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og svo margir þá hef ég beðið eftir þessari mynd í mjög langan tíma og eftirvæntingarnar mjög miklar. Ég get ekki annað sagt en að George Lucas hafi tekist eins vel til og mögulegt var því að allan tíman heldur myndin manni í fullkomnum "Star Wars fíling". Ótrúlega vel gerð og leikstýrð með mjög flottri grafík og frábærum brellum. Árið 1977 komst Star Wars 1 (New Hope) á toppinn yfir aðsóknamestu kvikmynd Bandaríkjanna og var þar þangað til James Cameron kom með Titanic eða í um 20 ár. Nú finnst mér ástæða til þess að Cameron fari að skjálfa svolítið því ég held að það sé óhætt að segja að þessari mynd má enginn missa af - hún stóðst mínar væntingar. Ég er strax farinn að telja niður í næstu Star Wars mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dragnet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Húmor í líkingu við Naked Gun og aðrar Leslie Nielsen myndir. Tom Hanks hefur lært eftir þessa mynd að leika ekki í svona myndum sem aðskilja bilið á milli hans og Dan Aykroyd. Tom Hanks er alltaf góður leikari og því var áhugavert að sjá hann í þessari mynd. Myndin fjallar um tvær rannsóknarlöggur (Dan og Tom) í borg englanna - Los Angeles.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Notting Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í einu orði sagt, frábær kvikmynd. Julia Roberts og Hugh Grant fara á kostum með frábærum leik og án efa besta hlutverk og besti leikur Juliu Roberts til þessa. Myndin fjallar um samband einnar frægustu leikkonu Bandaríkjanna og mans sem enginn veit hver er. Sambandið gengur alls ekki vel en undir lokin á það eftir að breytast. Söguþráðurinn er góður og ég held að það sé óhætt að segja að hún mun koma virkilega vel á óvart. Hún fær fjórar stjörnur fyrir góðan húmor, frábæran leik, skemmtilegt handrit og síðast en ekki síst, meiriháttar leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Never Been Kissed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Never Been Kissed fjallar um Josie Geller, 25 ára ritstjóra hjá Sun-Times dagblaðinu, sem vær það vandasama verkefni að upplifa menntaskólaárin sín aftur og verða 17 ára á ný. Niðurstaðan á að vera krassandi blaðagrein úr South Glenn menntaskólanum. Josie er skipað að falla í flottasta hópinn þar sem allt er "rúfus" og starf hennar er sett að veði. Með aðstoð bróðir hennar nær hún að falla í hópinn og allt fer að ganga vel en henni gengur erfiðlega að fá efni í greinina. Á seinustu stundu ákveður yfirmaður hennar að hún eigi að reyna að tæla kennara sinn sem er hrifinn af henni en hún vill síðast allra særa hann. Undir lokin tekst henni að ná athyggli umheimsins án þess að gera flugu mein og endirinn kemur ánægjulega á óvart. Drew Barrymore tekst að leika hinn fullkomna lúða í þessari léttu gamanmynd fyrir ungafólkið. Hún fær þjár stjörnur fyrir léttágætan húmor, ágætis leik og að flækjast ekki úti í hreina vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef bara aldrei séð neitt þessu líkt. Frá upphafi til enda var ég stífur í sætinu úr spennu. Til þess að hafa gaman af þessari mynd þarf maður að fylgjast með frá upphafi og skilja það sem er að gerast. Ekki sakar að hafa einhverntíman farið á IRCið -) Myndin er ótrúlega vel leikin, söguþráðurinn kemur virkilega á óvart og tæknibrellurnar eru alveg svakalegar. Ég á hreint út sagt ekki til orð yfir þessu. Ef þú hefur ekki farið á hana skaltu skella þér á hana á meðan hún er í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Entrapment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vönduð og góð spennumynd með Sean Connery og Catherine Zeta-Jones. Samt sem áður missir hún stjörnu hjá mér vegna þess að ég hefði viljað sjá meiri spennu og minna af sambandi Connery og Zeta-Jones. Það er orðið frekar þreytt þegar 70 ára karlmenn eru komnir með þol á við maraþonhlaupara og í þessu tilviki gat hann verið langafi Catherine Zeta-Jones. Fær samt sem áður þrjár hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
She's All That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin kom mér verulega á óvart, kannski vegna þess að ég átti alls ekki von á að sjá hana svona vel gerða miðað við um hvað hún fjallar. Freddie Prinze Jr. og sérstaklega Rachael Leigh Cook standa sig frábærlega vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lock Stock and Two Smoking Barrels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sennilega ein besta breska mynd sem ég hef séð. Stórskemmtileg og vel gerð svört gamanmynd sem kemur vel á óvart. Ég átti von á Trainspotting stíl en svo var ekki sem betur fer.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dirty Rotten Scoundrels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær kvikmynd þar sem Steve Martin fer á kostum. Myndin fjallar um tvo svikahrappa. Annar þeirra kemur í heimabæ hins og í ljós kemur að það er ekki pláss fyrir þá báða. Til þess að ákveða hver fær að eiga bæinn veðja þeir upp á hver verður fyrstu til þess að svíkja pening út úr fröken Colgate. Óvæntur og skemmtilegur endir. Ég mæli svo sannarlega með þessari kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vönduð og góð mynd með Robert De Niro og Jean Reno sem standa sig mjög vel að vanda. Myndin gerist í Frakklandi á heimaslóðum Jean Reno sem gerir umhverfið skemmtilegt og öðruvísi en þessar tíbísku amerísku myndir. Aldrei er slakað á spennunni og myndatakan alveg einstök. Ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy of the State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þokkalega góð spennumynd, Gene Hackman stendur sig vel að vanda svo og Will Smith.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einkennileg en stórskemmtileg mynd. Góðir leikararnir standa sig vel að vanda. Mæli eindregið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Switchback
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Danny Glover fer á kostum í þessari svakalegu spennumynd sem kemur verulega á óvart. Magnþrungin spennan heldur manni við efnið frá upphafi til enda ásamt góðum leik hjá Danny Glover eins og áður sagði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Liar Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sennilega besta mynd Jim Carrey ásamt Dumb and Dumber til þessa. Liar Liar og Dumb and Dumber eru einu myndirnar með honum sem hafa fallið í kramið hjá mér hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planes, Trains and Automobiles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein besta gamanmynd sem ég hef séð. Vinirnir Steve Martin og John Candy fara á kostum eins og vanalega. Mæli með henni eindregið ef þú hefur ekki séð hana ennþá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær kvikmynd vegna þess hve raunveruleg hún er. Vel leikin með góðum leikurum og flottum tæknibrellum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei