Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að segja ykkur sögu frá því þegar að ég fór fyrst á þessa mynd í nýja bíó. Ég var 10 ára og var búinn að fylla herbergið mitt af límmiðum úr cocoapuffs en eins og bíóheimurinn á íslandi var þá var jafnvel gamalt cocoapuffs komið á morgunverðardisk landans á undan bíómyndini þá. En á endanum kom myndin í nýja bíó og þvílík upplifun, þetta var eitthvað sem breytti lífi mínu og af hverju?. Jú, það var þessar stórkostlegu tæknibrellur(sem að eru stórkostlegar enn þann dag í dag) og svo það sem einkennir langflestar klassískar kvikmyndir það er að tónlistin í þeim er næstum jafn ógleymanleg og kvikmyndin sjálf. Sjáið t. d. indiana jones, titanic, E.T., indiana jones og þið vitið hvað ég meina. Star wars A new hope er og verður höfð í hávegum og ef einhver ykkar á börn, kynnið þau fyrir þessu fallega ævintýri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei