Gagnrýni eftir:
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég sá þessa mynd fyrst féll ég gersamlega fyrir Steve Martin og Rick Moranis. Þessir leikarar sýndu skemmtilega og einstaka tilburði, sem fléttað er við skemmtilega og lifandi tónlist. Mynd um plöntu sem færir eiganda sínum mikil völd, í þeim tilgangi að leggja undir sig jörðina. Myndin nær hámarki sínu þegar Seamor (Rick Moranis) leggst til atlögu við plöntuna og fær allt sem hann hafði óskað sér loks á endanum; peninga, völd og svo konuna sem allt þetta fjaðrafok var útaf.
Myndin er snilld, leikurinn einstakur, þótt svo ekki sé um neinn stórleik að ræða (enda söng- og gamanmynd) og tónlistin lifir enn. Þessi mynd er endurgerð af eldri mynd, en það var einmitt Bill Murray sem lék tannlæknirinn í þeirri mynd, en hún var langt frá því að ná með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Skemmtilegt er að nefna að Bill Murray sést einmitt í lokaatriði myndarinnar, þar sem hann býður Seamor gull og græna skóga.
Þessi mynd er vel þess virði að sjá, ef ekki eiga!