Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég skellti mér á The Core í kvöld og reyndar var ég ekki að búast við mjög miklu. Miðað við sýnishornin sem ég hafði séð úr þessari mynd þá minnti þetta óneitanlega mikið á Armageddon og Deep Impact. Það kom líka á daginn að þetta er sama plottið. USA býr til vopn til að mynda jarðskjálfta og svoleiðis og álpast til að stoppa kjarna jarðarinnar þannig að rafsegulsvið jarðar eyðileggst og allt verður vitlaust. Þá er mynduð einhver ægilegt teymi til að fara ofan í jörðina og njúka kjarnann aftur í gang. Semsagt ægileg hættuför svipað og í Armageddon. Sömu hetjufórnir og mannföll og grátur en eins og allar aðrar Amerískar klisjur endar þetta voðalega vel.


Leikararnir eru að standa sig með prýði í þessari mynd og ekki undan þeim að kvarta. Undarlegt með þennan DJ Qualls hvað maðurinn er mikill nörd. Smellpassar inn í hlutverk tölvuhakkarans í teyminu.


Semsagt venjuleg ræma sem er ekkert að gera neina stórkostlega hluti. Fínustu brellur og svoleiðis og fínasta afþreying en ekkert meira.


Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei