Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Börn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er í raun og veru tímammótaverk í íslenskum kvikmyndum. Fyrsta myndin sem byggist á samtölum í spuna og útkoman á hegðun og atferli leikarana er ótrúlega raunveruleg.

Það sem að snertir mann fyrst og fremst í þessari mynd er fádæma góð frammistaða allra leikara myndarinnar og sviðsmyndin er grár raunveruleikinn sem endurspeglast í tilfininga þrungri tónlist Péturs Ben.

Ég skil þó vel að þessi mynd er ekki fyrir alla og þegar ég tala um þessa alla þá er ég að tala um hollywood bíóliðið. Þetta Hollywood pakk sem fer í bíó til þess að fara í bíó og finnst myndir einsog Snakes on Plane, The long weekend og Mr. and Mrs. Smith vera áhugaverðar myndir. þessi mynd er ekki þannig og ef þið fílið ekki myndir sem byggja á raunsæi nútímans með þungu yfirbragði, þá skuliði ekki fara á þessa. Enn ef þið eruð ekki einungis Holywood pakk, þá er þetta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House of Sand and Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd á bara hrós skylið og því skil ég ekki hvað fólk er að tuða að hún sé og löng, hæg og ekki vinna lögð í hana... hver einasta kvikmynd í dag sem er meistaraverk er löng, hún er hæg og það er alltaf lögð mikil vinna í þær. Eins með þessa mynd. Þessi mynd fer án vafa í hóp þeirra allra bestu og skömm að hún hafi ekki sópað til sín óskarsverðlauna þar sem allt við þessa mynd var einstakt. Allt í henni var aðeins betra en í Mystic river og töluvert betra en í Lord of the rings. þeir sem vilja sjá fullkomna mynd þá er þessi mynd málið ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei