Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Quiz Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem fjallar um eitt mesta spilasvindl í sjónvarpi, þar sem stjórnendurinr gefa fram svörin til ákveðins keppanda, og til að gera allt raunverulegt eins og maður viti ekki svarið er klefinn sem þeir voru í gerðir rosalega heitur og svitinn lak af manninum. En þetta er ágætis mynd sem fleistir gætu haft gaman af. Mjög góð afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er að mínu mati frekar slöpp, sá hana fyrir dáltið síðan og fannst hún ekkert sérstök. Fjallar um söndru bullock og þegar hún fer á meðferðarheimili eftir að hafa mætt full í brúðkaup systur sinnar, og gert allt hræðilegt, keyrt full og keyrt á og fleirra, og hvernig líf hennar er innan um þessari meðferðarstofnu, ágætist afrþeying svo sem og henntar ákveðnu fólki en ég var ekki að fíla hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í stuttu máli sagt fjallar myndin um Paul Edgecomb(hanks) sem er yfirmaður á dauða deildinni í bandaríkjunum upp úr 1920-30.

Nýr fangi að nafni John Coffey er svartur mjöööög stór saklaus maður sem kemur inn fyrir miskilning og enda er hann svartur og allir telja hann sekan. Hann gerir fullt af undrum og stórmerkjum. Myndin er frábær sem allir ættu að sjá.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Big daddy er en eitt snildarverk adam sandlers. Sandler leikur mann sem er sonur virts lögfræðings sem hefur ekkert gert sniðugt með líf sitt og vinnur í tollbooth einn dag í viku, kærastan hans fer frá honum vegna þess að hann veit ekkert hvað er að gerast og vill ekki eignast barn. hann ákveður því að ættleiða barn til að halda henni en hún er þegar farinn oghann situr uppi mað krakkann og gjörsamlega getur ekki lifað án hans. Félagsmála stofnun kemst svo að svikum og ætlar að taka barnið aftur og fer málið fyrir rétt. Myndin er stórgóð skemmtun sem allir ættu að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferð ein besta mynd sögunar og gerist í shawshank fangelsinu, tim robbins og morgan freeman vinna sannkallaðan leiksigur. Freemann leikur mann sem hefur setið inní eins lengi og hann man, vel yfir 20 ár og þegar tim robbins kemur inn veðjar hann á að hann muni hafa mestu lætin um að hann eigi ekki skilið að vera þarna og sé saklaus, robbins reynist hinn rólegasti og tekur sinn tíma. Hann skipuleggur flótta og án þess að nokkur viti af og losar sand hér og þar og enginn fattar neitt en þetta krefst mikillar þolinmæði, og tekur yfir 20 ár, en útkoman á þessari mynd er sannkölluð snilld og meistaraverk sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Waterboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndinn er um aumingja sem adam sandler leikur sem hefur alla sína tið og alist upp við að vera algjör aumingi. Hans æðsti draumur er að vera vatnsberi og geta komið hreinu og góðu vatni til leikmanna í fótboltaliði. Fær hann að vera vatnsberi hjá slöku liði sem ekki hefur unnið leik á mörg ár. Stuttu seinna uppgötvast ótrúlegur hæfileiki í að stoppa leikmenn og henda þeim niður, einmitt það sem henntar í ameríska fótboltanum. Fyrr en varið er hann mikilvægasti leikmaður liðsins og liðið vinnur hvern leikinn á fætur annarri. Mjög fyndin mynd með adam sandler
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Citizen Kane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd, eftir að H.G.Wells hafði gert ótrúlegt leikrit innrásin frá mars gerði hann þessa mynd. Ungur blaðamaður reynir að komast af ýmsu um borgaran Kane og vill vita allt um hann, sérstaklega finna út hvað Rosebud er, öll myndin snýst nánast um að finna það út og þegar í enda myndarinnar kemst maður loksins að því án þess að hafa minnstan grun áður. Eini galli myndarinnar er hversu langdregin hún er. Nýjar brellur voru notaðar í þessari mynd sem aldrei hafði sést áður, t.d. myndavélinn var fyrir neðan fólkið(músarsjónarhorn) og fl. frábær klassísk mynd sem allir kvikmynda unnendur verða að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bringing Out the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa allra leiðinlegast mynd sem ég hef séð með nicolas cage, cage leikur sjúkraflutningamann sem er búinn að vaka stanslaust í marga klukkutíma og þráir ekkert heitar en svefn, mikið er að gerast í borginni og þeir missa hvern manninn á fætur öðrum og er nokkurn vegin alveg sama, hryllilega leiðinleg mynd sem enginn ætti að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Con Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg og frábær spennumynd. Það á að flytja alla hætutlegustu fanga bandaríkjanna í sömu flugvél í annað fangelsi ætlað mjöög hættulegum mönnum, einn fanginn sníkir sér far en hann á að sleppa útúr fangelsinu(cage). Hið ótrulega gerist fangarnir ná yfir flugvélinni og ætla flýja, núna er lítið fyrir cage að gera nema reyna bjarga deginum, mynd sem er geðveik, og allir verða að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Face/Off
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Face off er ein af mínum uppáhaldsmyndum, travolta hefur aldrei verið í uppáhaldi en í þessari er hann frábær, nicolas cage einnig. Mynd er um hryðjuverkamanninn Castor Troy og lögguna Sean Archer. Sean Archer(travolta) hefur veirð að elta Troy(cage) síðan hann skaut son hans, en í rauninni var ætlunin að skjóta Archer, að lokum tekst að ná honum og er Troy í dái, núna er bara eitt verkefni eftir, það er að finna sprengju sem troy og bróðir hans polloux troy smíðuðu og ætla að sprengja, til þess skiptir archer um andlit við troy og fer í fangelsið til að fá upplýsingar hja poulloux troy, en auðvita vaknar castor troy úr dáinu og fær læknana til að láta andlit archer á sig og upp hefst æsispennandi mynd sem engan endi ætlar að taka, mynd sem allir ættu að sjá og enginn má missa af
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nicholas Cage var upp á sitt besta á þessum tíma, 3 stórgóðar myndir komu út á stuttum tíma og urðu að algjöru meistaraverki.

Stanley Goodspeed(Cage) er venjulegur lífeðlisefnavopnafræðingur eða eikkað í þá áttina, og vinnur við stórhættuleg efni, og þarf cia á honum að halda eftir að brjálæðingar ráðast á the rock sem er gamalt fangelsi sem er orðið að túristabæli, þeir taka 81 manns í gíslingu og hóta að sprengja upp san francisco með gífurlega hættulegu efni, cia fær fangann John Mason(Sean Connery) til að hjálpa sér að komast inn með sérsveit inní fangelsið óséðir en hann er eini maður sem hefuru sloppið útúr fangelsinu, mörgum árum áður, upp hefst hrikaleg spenna og mikill hasar og ein besta spennumynd síðari ára, mæli með henni fyrir alla sem leita sér af spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wedding Singer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær rómatísk gamanmynd, og ein af mínum uppáhalds myndum. Sandler leikur brúðkaupssöngvaran Robbie sem er að fara gifta sig bráðlega ástinni sinni lindu sem ákveður í brúðkaupinu að mæta ekki þar sem hún getur ekki hugsað sér að giftst brúðkaupssöngvara, hún var ástfangin af robbie í rokksveit og leðurbuxum en það var 5 árum fyrr. Robbie kynnist Juliu í einu af brúðkaupinu en hún er gengilbeina, hún fer að giftast ástinni sinni bráðlega en hann heldur stöðugt framhjá henni, og að venju verða þau ástfangin af hvor öðru en allt kemur fyrir ekki og alltaf eikkað sem eyðileggur fyrir þeim en á endanum endar auðvita allt vel. Frábær mynd og sto´rskemmtileg fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bulletproof
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er hálfgleymd enda er Adam Sandler ekki mikill leikari í spennumyndum. Samt sem áður er þetta skemmtileg afþreying og allt öðruvísi en aðrar sandler myndir, en sandler er alltaf jafnskemtmlegur og kemur alltaf jafn mikið á óvart, Besti vinur sandlers er wayans bróðirinn og kemst svo að hann sé lögga en sandler er smákrimmi með smá tengsl við þá stærri. ágætis afþreying en var samt smá stökk niður á við fyrir sandler.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happy Gilmore
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa besta mynd Sandlers til þessa, ég nýt þess að horfa á hana enda drepfyndin. Adam Sandler er Happy Gilmore, misheppnaður íshokkíleikmaður sem aldrei er valinn í liðið, allt frá æsku elskaði hann hokkí, hann kunni að vísu aldrei vel að skauta en var gífurlega skotfastur. Hann flutti til ömmu sinnar eftir að pabbi hans dó við að fá pökk í andlitið. Vinum hans finst gaman að reyna slá lengra golfkúlu lengra en tréð í garðinum hennar(um 10 metrar í fjarlægð´) og tekur sandler veðmáli um að hann geti slegið lengra en tréð, hann nær að slá yfir 400 metra og sér að það er hægt að græða smá pening á að skjóta langt, hann er svo plataður til að taka þátt í gólfmóti sem hann vinnur og þarmeð byrjar drepfyndin atburðarrás og atriði sem munu væntanlega aldrei sjást í golfi. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Madison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa ein besta mynd Adam Sandlers, þetta var fyrsta mynd sem ég sa með kappa og hreifst svo af að ég byrjaði strax að leyta af flerri myndum með honum, myndin er um Hotel eiganda, madison en hann á madison hótelkeðjuna, þegar hann ákvfeður að hætta störfum var draumur hans að gefa stjórnina til einkasonar sins billy(sandler) en hann gerir ekkert annað á daginn en að vera fullur í sundi, brennandi hundaskít fyrir framan dyrnar hjá öðrum osfrv, þannig að það gengur ekki, billy er ekkert ánægður með hvern hann ætlar að gefa fyritækið svo hann kemst að því að pabbi hans hafi mútað kennurum hans þegar hann var í sko´la og ákveður að taka hvern bekk fyrir sig til að sanna að hannsé nógu gáfaður til að reka fyritækið og fer í hvern bekk fyrir sig og niðurstaðan er ansi skrautleg og drepfyndin og mynd sem henntar öllum aldurshópum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Airheads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg gamanmynd með óþekktum leikurum á sínum tíma sem allir eru orðnir stórstjörnur. Fraser Sandler og Buscemi eru í hljómsveit og reyna allt til að fá lag með hljómsveit þeirra spilaða og brjóstast inná útvarpsstöð og halda öllum gíslingu, með vatnsbyssum sem líkjast alvöru byssum, sandler er hálfaumingjalegur í þessari mynd en þetta er drepfyndin mynd og góð byrjun hjá ungum efnilegum leikurum(á þeim tíma) allt kemst svo upp þegar vatnsbyssurnar fara að leka, en þeir fengu lagið sitt spilað, plötusamning, fangelsisvist og heimsfrægð fyrir vikið, brilljant mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackass the movie er bara eins og nokkuð langur jackass þáttur nema bara með því flottasta sem ekki mátti sýna í sjónvarpi, og maður hlær sig máttlausan, ég er búinn að horfa á hana 2svar á stuttum tíma. Það er alltaf gaman að horfa á hálvita sem hafa gaman að því að meiða sig eða eitthvað í þá áttina. Hún byrjar með því að þeir taka bíl á leigu og rústa honum, og skila svo bílnum og stinga af, brilljant atriði en samt einungis eitt af þeim frábæru atriðum íþessari mynd, mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í stuttu máli sagt, mjög skemmtileg afþreyingarmynd, en ekki mynd sem maður sér í bíó, myndin er um flotta strákinns em er engan vegin búinn að ná sér eftir sína fyrrverandi þratt fyrir að hálft ár sé liðið, hún er þegar kominn með nýjan gaur og búin að trúlofa sig, hann á erfitt með að sofa hjá stelpum og ímyndar sér hluti sem eru ekkert að gerast, sem kaþolikki ætlar tekur hann sér þá ákvörðun á föstunni að stunda ekkert kynlíf, enga sjálsfróun ekki einu sinni koss, í heila 40 daga og nætur, mikið veðmál hefst um á hvaða degi hann muni falla, þeir sem er að veðja á hvern dag fyrir sig reyna að fella hann en þar sem hann er ástfanginn af annarri sem komst að veðmálinu og vill hann ekki nema hann standist þessa 40 daga, hann geriri allt í sínu til að standa sig. Slæma við þessa mynd er hversu óraunverulegt og hversu AUðVELT þetta virðist vera, sannleikurinn er einfaldur, það er miklu erfiðara að endast 40 daga en þessi mynd sínir, hvað þá viku, reynið sjálf.

Góð afþreyingarmynd sem hægt er að hlæja af
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá þessa mynd einhvern tíman í sumar eðaþegar hún kom út, mjög skemmtileg mynd sem hélt spennu allan tíma, en það var samt eitthvað við þessa mynd sem gerði hana ekki alveg nógu góða, ég er ennþá ekki búinn að komast að því hvað það var, í stuttu máli sagt er þetta dæmigerð bandarísk mynd um aumingjan sem verður allt í einu flotti gæjinn og þarf ekki lengur að nota gleraugu sem einkennir lúðan í honum og er allt í einu orðin að ofurhetju og svaka sterkur og flottur. Samt skemmtileg ævintýramynd sem maður hefur gaman af, mjög góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Master of Disguise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem maður býst við að sé mjög góð, trailer inn virkar mjög vel á hann og heldur að um spennandi fyndna mynd sé um að ræða, en síður en svo þá er húmorinn í þessari mynd fyrir 10 ára krakka sem hafa gaman af prump og kúkahúmor sem vekur ekki mikla ánægju. Góðir puntkar eru í myndinni og margt sem væri gott en það var eitthvað við myndina sem eyðilagði það sem er væntanlega hversu mikill auli hann er í byrjun, eins góð eftirherma og dana carvey er í alvöru þá eyðileggur þessi mynd allt. Mæli ekki með henni, horfðu frekar á hana á video ef þú mátt ekki missa af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei