Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Gothika
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein draugamyndin þar sem draugurinn er að leita réttlætis fyrir syndir framdar gegn honum. Alltof margar holur í söguþræði, heldur klént allt saman, en með því að skrúfa hljóðið upp og nota öll önnur bransatrix nær myndin svo sem að láta manni bregða reglulega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlotte Gray
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt mynd en ekkert sérstaklega eftirminnileg um ævintýri skoskrar konu í seinni heimstyrjöldinni. Hún eltir elskhuga sinn til Frakklands þar sem vélin hans hrapaði og lendir í ýmsu með andspyrnuhreyfingarfólki. Stríð eru dramtísk í sjálfu sér og því endalaus uppspretta fyrir kvikmyndir og hafa alltaf ákveðið gildi en flest sem hér er hefur verið betur gert áður.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Athyglisverð mynd sem þynnist reyndar svolítið út en með mögnuðum skotum, t.d. sólarlagið undir trénu sem verður nánast eins og teiknimynd. Um konu sem ætlar að myrða eiturlyfjasala en fyrir mistök deyja 4 saklausar manneskjur. Lögreglumaður hjálpar henni að sleppa og þau flakka elt um Ítalíu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Possession
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rómantík á ólíkum tímum. Myndin segir frá rómuðu skáldi sem var uppi á 19. öld og ástarævintýrum hans hins vegar og svo tveimur hugvísindamönnum í byrjun 21. aldar við rannsókn á ævi skáldsins sem falla um leið hugi saman.

Betri en flestar myndir sem kalla sig rómantískar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dream for an Insomniac
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar dofin rómantísk gamanmynd sem alltof mikið er gert af. Óþolandi artie-fartie stelpa sem nennir ekki að vinna og getur ekki sofið finnur loksins draumprinsinn en hann er þá upptekinn. Svo þarf bara að landa honum. Óraunsæ með frekar óáhugaverðum persónum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Man Without a Past
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin hefst á því að ráðist er á nafnlausa manninn, hann rændur og barinn til ólífis. Á sjúkrahúsinu lifnar hann við en mann ekkert um fortíð sína né hvað hann heitir. Hann fer inn fátækrahverfi þar sem fjölskylda sem býr í gámi hjálpar honum og svo tekur hann við að hefja nýtt líf.

Afar ánægjuleg mynd frá Finnlandi með sérstökum húmor og fínni tónlist og sérstökum stíl þar sem samtöl eru í styttra lagi. Fólkið í gámahverfinu allt eftirminnilegt en öryggisvörðurinn þó skemmtilegastur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Addicted to Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður og kona taka höndum saman í ráðabruggi gegn fyrrverandi elskhugum sínum, hún til að hefna sín á honum og niðurlægja, hann til að vinna ástir hennar aftur. Eins og flestar aðrar Meg Ryan-myndir þá er þessi óraunsæ, sykurhúðuð og stundum bjánalega þreytandi en þó sæmileg afþreying og býr yfir svolitlum sjarma. En Ryan mætti fara að breyta til, væri t.d. athyglisvert að sjá hana raka á sér hausinn og berjast við geimskrímsli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lone Star
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vönduð og margslungin mynd frá Sayles. Sonur lögreglustjóra kemur aftur í gamla heimabæinn til að taka við starfinu sem pabbi gamli gengdi en erfitt reynist að feta í hans fótspor. Rannsókn á gömlu morðmáli leiðir ýmislegt í ljós í sem bæjarbúar hafa reynt grafa í gleymskunnar dá. Vel leikið drama með mörgum áhugaverðum hliðarsögum og fléttum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Long Kiss Goodnight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pottþétt skemmtun frá Renny Harlin. Davis og Jackson eru fín og sérstaklega er Jackson skemmtilegur og hasarinn af bestu gerð með mörgum flottum atriðum, t.d. hvernig vonda kallinum er komið fyrir kattarnef. Góð hasarræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei