Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Godfather, sú fyrsta í seríunni var á sama tíma sú besta. Marlon Brando fer með frábæran leik sem Don Corleone, en hann er höfuð Corleone fjölskyldunnar. Al Pacino fer með vel með hlutverk Michael Corleone sem er nýsnúinn úr stríði sem hetja og er búinn að kynnast konu (Diane Keaton) sem er barnaskólakennari. Of mikið gerist í myndinni til að segja frá öllu, en þetta er mögnuð mynd. Algert skilyrði fyrir þá sem hafa gaman af mafíósa myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spirited Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar kemur að anime, eða japönskum teiknimyndum á ekki að setja þær yfir á Bandarískt form, þ.e. þetta Hollywood gúddí gúddí form. Ef þið viljið sjá hina SÖNNU Spirited Away þá sjáið þið fyrst japönsku útgáfuna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Citizen Kane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eitt mesta undurverk allra tíma. Orson Wells tekur vel saman með hlutverk og leikstjórn í þessari mynd um líf Borgara Kane og hver hann var. Byrjar með dauða hans og hans síðasta orðs Rosebud sem að allir vilja vita hvað er. Blaðamenn vaða svo lönd og strönd um hvað hann var að meina og tala við allt og alla. Hafa allir mikið um hann að segja, enda merkur maður þó að ekki hafi allir verið alltaf sammála honum. Hann var mikill blaðamaður og átti fjölmörg blaðafyrirtæki, en hann var margmilljóner frá barnæsku. Frábær mynd í alla staði. Mynd sem ALLIR verða að sjá, ja í það minnsta allir kvikmyndaunnendur. Það sem núna kemur er MIKILL SPOILER SVO EKKI LESA ÞAÐ!!!!!!! Rosebud var í raun hans uppáhalds leikfang í æsku, snjósleðinn hans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei