Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



One Hour Photo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

One Hour Photo er einhver fyrirsjáanlegasta mynd sem ég hef séð um lengri tíma. Þið hafið sjálfsagt lesið það helsta sem gerist í myndinni og það er eiginlega allt sem myndin snýst um. Vissulega sýnir Robin Williams fínan leik í þessari hvítu og yfirlýstu mynd og fær fyrir það 1/2 stjörnu en góður leikur hans einn og sér ekki nóg til að halda myndinni uppi. Það eina sem er óvænt í myndinni er að það sem maður hélt að myndi gerast, gerist ekki, sennilega vegna þess að það hefur gerst áður! Flókið en samt ekki. Ef þú ert mikið kvikmyndagúrú þá skaltu endilega fara á þessa mynd, en ef þú ert aðeins venjulegur Íslendingur sem hefur gaman að því að fara stöku sinnum í bíó til afþreyingar - sparaðu þér ferðina og aurana.

Mitt mat: One Hour Photo er verri en The Incredible Green Hulk . . . daprasta mynd sem ég hef séð hingað til
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei