Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Sweet Home Alabama
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alvöru rómantísk gamanmynd, um það sem berst um í okkur nútímakonunum eru það ræturnar og það að halda tengslunum við vini og fjölskyldu eða á að keyra stíft á framann? Hvort er meira spennandi samband æskuástin eða ljúfi og nær gallalausi milljónamæringurinn (sem virðist samt svolítð vera að reyna að velja það sem pirra myndi móður hans mest). Ein af þessum sem má alveg horfa á aftur og væri gott að eiga á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Tuxedo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ekki mikill Jackie Chan aðdáandi en hafði bara mjög gaman að myndinni kom út í léttu bíóstuði. Lauflétt grín um hvað það er sem þarf til að vera mesti töffarinn og ofurnjósnari, það hlaut að vera einhver svona græja. Ég var ekkert svo spennt að fara á hana fannst trailerinn frekar yfirgenginlegur en kannski var ég í réttu skapi eða þetta náði bara að vera hæfileg blanda af vitleysugríni og hasar til að halda athyglinni og brosinu út myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bend It Like Beckham
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis afþreying, létt mynd um vandræði nýbúa í fjölmenningalegu samfélagi, hefðir og menning tveggja heima mætast á skondinn hátt í ágætri mynd. Ekki týpísk stelpumynd(humm allavega ekki fyrir okkur sem erum ekki fótboltasinnaðar) þó uppsetningin gæti boðið uppá það, en með stelpumyndaívafi ágæt rómantísk flétta og húmor. Um baráttuna við að finna sjálfan sig og standa undir væntingum foreldranna og samfélagsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei