Gagnrýni eftir:
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Green Mile er einfaldlega ein af bestu myndum sem ég hef séð. Tom Hanks er frábær í hlutverki Paul og einnig er Michael Clarke Dunchan mjög góður sem John Coffey (Like the drink, only not spelled the same). Þetta er mynd sem hefði mátt fá 1 til 2 óskarsverðlaun í fyrra en fékk ekki, að einhverri ástæðu. Ég hef þetta bara ekki lengra en mæli eindregið að þeir sem hafa ekki séð hana og misstuð af henni á Stöð 2 fari á næstu leigu og taki hana.
Útlaginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Útlaginn er einfaldlega besta Íslenska myndin sem ég hef séð. Arnar er frábær í hlutverki Gísla Súrssonar. Ég elska þessa mynd og hef séð hana 5 sinnum.
Election
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er EKKI góð eins og allir segja. Hún er með lélegan húmor (ég skildi hann ekki), lélegt handrit, Witherspoon er léleg í henni og það eina sem heldur henni uppi er Broderick og góðir aukaleikarar annars er hún glötuð en fyrir ykkur sem hlægið af öllu þá er hún fín.