Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



About a Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins... Loksins loksins loksins! Hugh Grant komst út úr hlutverkinu sem hann hefur verið að leika (mj.illa) undanfarinn ár og náði að skapa persónu! Hann á hér stórleik ásamt Toni Collette & Nicholas Hoult. Hugh leikur mann (will )

sem hefur aldrei haft fast starf og lifir á höfundarréttarlaunum af lagi sem faðir hans samdi. Hann er frekar mikill flagari og reynir nánast við allt sem hreyfist. Loksins... Loksins loksins loksins! Hugh Grant komst út úr hlutverkinu sem hann hefur verið að leika (mj.illa) undanfarinn ár og náði að skapa persónu! Hann á hér stórleik ásamt Toni Collette & Nicholas Hoult. Hugh leikur mann sem hefur aldrei haft fast starf og lifir á höfundarréttarlaunum af lagi sem faðir hans samdi. Hann er frekar mikill flagari og reynir nánast við allt sem hreyfist. Þegar hann kynnist Markúsi(nicholas H) og móður hans(Toni Collettte) Tekur líf hans að breytast mikið og hann sér hvað það getur verið gaman að hjálpa öðrum.Markús er lagður í einelti í skóla og mamma hans er þunglind, og markús leitar til Wills þar sem honum finnst hann hafa eignast vin!Þegar hann kynnist Markúsi(nicholas H) og móður hans(Toni Collettte) Tekur líf hans að breytast mikið og hann sér hvað það getur verið gaman að hjálpa öðrum. ÉG MÆLI MEÐ ÞESSARI MYND!!! Frábær gaman mynd- en kippir manni samt niðrá jörðina!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gemsar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er unglingur bara svo að það komi skýrt fram! Jú og ég þekki líka nokkra!Ég fór lika með nokkrum á myndina og þau voru öll sammála mér. Ef eyða á filmu er þá ekki hægt að gera eitthvað alminnilega?

Myndin gefur afskræmda mynd af unglingum í dag og lætur okkur líta út sem vitlusa dópista sem hafa enga dómgreind,og þau eru öll mjög þunglynd. Strákarinir lifi ekki daginn af án kynlífs og geri hvað sem er til að afla sér þess og að stelpur séu ekkert nema undirlægjur sem geri hvað sem er til þess að fá áfengi eða strák.þeir sem ekki falla undir þennan hóp eru nördar og krakkar sem standa sig, og það er auðvitað Ömurlegt! Ég er ekki að segja að á Íslandi séu ekki unglinar sem eiga við alvarleg vandamál að stríða en þð er mjög mikill minnihluta hópur, hans saga þarf auðvitað að vera sögð en er þá ekki hægt að gera það alminnilega?

Eina manneskjan sem stendur sig þarna er hann Andri Ómars. Hann er trúr karakternum... hefði reyndar mátt fá skárra hlutverk en hann stendur sig.

Eina stjarnan sem þessi mynd fær er hálf og hann á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Love Trouble
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er náttúrulega bara snilld!!!!

Mér leiddist hrikalega svo ég fór á leiguna og ákvað að hafa Juliu Roberts dag!

Myndin fjallar um tvo blaðamenn sem vinna á sitthvoru blaðinu, Nick Nolt leikur annnan sem er orðin gamall og virtur blaðamaður og hefur skrifað það margar greinar að hann getur tekið eina gamla og endurprentað hana. Julia er hinsvegar nýtt blóð í stórri borg. Þegar slys verður enda þau i mikilli samkeppni um það hvort skrifar meira, betur og hvort selst meir!!!

Annað ætla ég ekki að segja ykkur=)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Something to Talk About
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Somthing to talk about.. myndin fjallar um litla fjölskildu, Julia Roberts leikur þar mömmu og eiginkonu og Dennis Quaid föður og eiginmann hennar. Julia vinnur hja pabba sínum á hestabýli og er svo upptekin að hún á það til að gleyma dóttur sinni í orðsins fyllstu merkingu=) Dennis er ótrúr eiginkonu sinni og hún yfirgefur hann og fer á hestabýli foreldra sinna til að jafna sig ásamt dóttur sinni, en þar tekur ekkert betra við því faðir Juliu er þrjóskur og mamma hennar hlýðir honum í einu og öllu... En allt tekur að breytast og til að vita meir verðuru að sjá myndina. Myndin er blanda af gríni og alvöru 60%/40% en er samt nauðsinlegt að hafa svona tvo vasaklúta við höndina. Pottþétt laugardagsmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Contender
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var heima og datt í hug að skreppa út á leigu og taka svona eina mynd. Ég leit í rekkana og sá þessa The Contender hmm.. Jú ég er nú einu sinni hrifin af svona stjórnmáladrama og ætla mér að verða lögfræðingur svo að það væri kannski ágætt að skoða þessa! Og.. ég varð engan veginn fyrir vonbrigðum, myndin er að vísu HÁ pólitísk og tekur á ýmsum málum svo sem kynjamismun!! ég er sjálf mikill Feministi og var stolt af Joan Allen hún leikur hlutverkið vel og gleymir sér ekki, hún verður persónan!! Myndin var tilnefnd til óskarsins fyrir besta karleikara í aukahlutverki. Þessi mynd er ekki fyrir þá sem ekki þola Westwing og þætti í þá áttina. Þú verður að fylgjast með allan tímann og trúðu mér, ekki dæma hana fyrr en hún er búinn! Ég er allveg á því að þessi mynd eigi skilið þrjár og hálfa stjörnu!!! =)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei