Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Punisher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér hefur líkað vel við allar Marvel myndirnar hingað til. Sumar hafa verið betri en aðrar en núna virðist Marvel vera að missa flugið fyrir mér, annaðhvort það eða The Punisher sé bara svo slöpp saga.

Myndin snýst um Frank Castle (leikinn af Thomas Jane), FBI agent sem er hættur að vinna til að lifa góða lífunu með fjölskyldunni. Það stendur þó ekki yfir lengi því að bófinn Howard Saint (John Travolta) sendir vonda karla til Puerto Rico til að drepa hann og alla fjölskylduna hanns í fríinu.

Hann var víst eitthvað sár yfir því að sonur hanns hafi verið drepinn í seinasta verkefni Frank Castle's.


Hinsvegar lifir Castle þetta af þrátt fyrir að falla meðvitundalaus í vatnið með þrjár kúlur í líkamanum og allavegana ein af þeim var skotin af mjög stuttu færi.

Eftir að hafa lifað í 5 mánuði með vini sínum galdralækninum ákveður hann að fara og refsa Howard Saint og öllum þeim sem báru ábyrgð á dauða fjölskyldu sinnar.

Þegar hér var komið leist mér bara ágætilega á myndina, það var búið að leggja góðan grunn fyrir dark karakter sem gæti verið mjög miskunnarlaus og tilfinningarlaus við alla.


En þá byrjar myndin að detta niður. Frank Castle hefur ákveðið að drepa alla sem báru ábyrgð á dauðanum, ég skil það og hvað gerir hann? Hann keyrir útum allan bæ og tekur myndir af skotmörkum sínum og býr til afar flókið ráðabrugg!

Aha! En hvað það er svakalega eðlilegt fyrir mann sem er ekki tilfinningalega stöðugur...

Sérstaklega þegar það sem hann ætlar í raun að gera er bara að drepa þau, maður myndi halda allavegana að hann væri smá æstur?


Eina sem þetta gerir er að pína (refsa) áhorfendum með því að horfa í tvo tíma á eitthvað plot sem Jonathan Hensleigh (leikstjóri og screenwriter) hefur dottið í hug, en það er bara svo þunnt að maður tekur varla eftir því.

Fyrir hasarmynd þá er lítið að hasar í gangi mikinn part myndarinnar, nema einn bardagi við Rússan sem var skemmtilegasti partur myndarinnar að mínu mati.

Það væri gaman að segja að persónusköpunum væri þá bara meiri í staðinn en því miður er svo ekki. Það er reynt að búa til fjölskyldu fyrir Frank Castle með outcasts úr lífinu með gengilbeinunni Joan (Rebecca Romijn-Stamos), tölvuleikafríkinu Dave (Ben Foster) og feita kokkinum? Bumpo (John Pinette). Þessi fjölskylda er bæði óspennandi og klisjukennd því að karakterarnir bara steríótýpur af outcasts úr lífinu og á líklega að minna okkur á að þau eru fólk líka.


Einnig átti þessi mynd að vera svakalega dark eitthvað, en ég var bara ekki að finna það. Mér þótti fáranlega lítið blóð á mörgum stöðum, t.d. þegar það var búið að pynta Dave með því að

rífa þessa teina og hringi úr andlitinu á honum. Honum blæddi ekkert? What the hell!?

Einnig var ég bara ekki að kaupa þennan karakter (punisher),hann átti að vera í svakalegum hefndarhug og drakk til að halda sér sane en samt var hann svo ótrúlega yfirvegaður í öllu sem hann gerði. Hver tekur sér tíma t.d. til að tengja sprengjur á skrilljón bíla svo að þeir

brenni í hauskúpu?


Hvað var málið með hauskúpuna bara yfirleitt og að segja síðan, they can call me the punisher er alveg svakalega cheesy og bara passaði engan veginn í þennan heim fannst mér.

Ég get skilið þetta í heimi þar sem t.d. í spiderman eru hobgoblin, green goblin og fleiri nöfn að menn gangi yfir fleiri nöfnum og auðvitað ekki trúanlegur heimur en hann er þó samkvæmur sjálfum sér.

The punisher reyndi að vera raunveruleg á meðan hún reyndi að vera með töff línur eins og they can call me the punisher sem komu bara hallærislega út.

John Travolta kom mjög flatur út í þessari mynd og virtist bara hafa engan persónuleika jafnvel Thomas Jane var betri.


Ég vona bara að Marvel vandi sig við Spiderman 2 betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cable Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jamm þessi mynd er furðuleg á þann hátt að allir töldu hana hið argasta rusl þegar hún kom fyrst!

Ég sjálfur var nú ekki alveg undanskilinn en það var líklegast vegna þess að maður bjóst við nákvæmlega eins character og í Ace Ventura eða The Mask (ekki ólíkar persónur).

En þessi mynd er eins og margar aðrar með Jim Carrey alveg ótrúlega fyndin! Það tók maður eftir þegar maður horfði í annað skiptið, og þriðja og fjórða...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei