Gagnrýni eftir:
Terminator 2: Judgment Day0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er hin fullkomna spennumynd og ég þekki ekki neinn sem finnst þessi mynd léleg. Söguþráðurinn er mjög góður og það er ekki eitt leiðinlegt atriði í henni. Arnaldur leikur mjög vel í þessari mynd sem ég held að sé mest út af því að stórir vöðvar hans gera hann mjög trúverðugann sem vélmenni. Þetta er ekki bara besta framhaldsmynd sem ég hef séð heldur er þetta besta spennumynd sem ég hef séð. Ef þú hefur ekki séð hana þá skaltu hlaupa út á vídeo-leigu núna strax og leigja hana.
Vertical Limit0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er fín og mjög spennandi mynd með flottum atriðum og fyndnum fimmaurabröndurum. Myndin er alveg góð afþreying í videoi en samt er hún miklu meira spennandi og miklu skemmtilegri í bíó, því þá lifir maður sig rosalega inn í myndina. Ef þið viljið virkilega njóta myndarinnar þá mæli ég með að þið sjáið hana í heimabíói.

