Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni langvitlausasta Bond myndin hingað til. Atriðið þar sem Bond lendir í fangelsi í N-Kóreu er mjög langdregið. Það vantar ekki hasarinn og tæknibrellurnar en söguþráðurinn er ótrúlega vitlaus. Það ber að nefna helst það að í myndinni á að vera hægt að breyta andliti manna með erfðatækni, t.d. breyta andliti asíubúa í evrópubúa. HALLÓ.

Þá er fullyrt að mörgæsir lifi á Íslandi. Vondi kallinn á að hafa smíðað risastóran spegil út í geimnum án vitneskju Bandaríkjamanna og Rússa - líklegt eða hitt þó heldur. Bond á að kafa undir ísvök í c.a. eina mínútu án þess svo mikið sem að skjálfa úr kulda. Bond bíllinn á að vera ÓSÝNILEGUR. Atriðið á Íslandi er hálf lummó. Ísland á að vera einn ísjaki. Ég er hræddur um að útlendingar fái svolítið ranga mynd af landinu. Ég meina það vill engin ferðast til lands þar sem er bara að sjá eina langa ísbreiðu. Brosnan og Halle berry komu ekki einu sinni til landsins. Íslands atriðið sjálft er ekki nema nokkrar mínútur, fyllt upp í með tölvubrellum. Sem sagt móðgun við áhorfendur og aðdáendur Bonds. En því miður er þessi mynd að þéna meiri pening en nokkur önnur Bond mynd, þannig að maður má eiga von á að þessi vella haldi áfram í næstu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei