Gagnrýni eftir:
Mýrin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mýrin er eins og allir vita byggð á hinni vinsælu bók Arnalds Indriðason. Ég ætla ekkert að vera að skrifa mikið um myndina þar sem að margir hafa hvort sem er lesið bókina og söguþráðurinn flestum vel kunnur. Það eina sem ég get sagt er að þessi mynd er lang besta íslenska mynd sem ég hef nokkurntíman séð. Varð fyrir þeim forréttindum síðasta mánudag að fá að sjá myndina og hún er bara í einu orði sagt allveg frábær og ættu allir að gera sér leið í bíó þegar myndin er komin og sjá hana. Vona ég bara að sem flestir sjái hana því að það hvetur kannski aðstandendur myndarinnar til þess að ráðast í það að gera kvikmyndir eftir flerri bókum arnalds.
Þessi mynd er frábær og lang besta íslenska mynd sem ég hef nokkurntíman séð.
The Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tja ég veit ekki hvað skal segja
Það er nú bara janúar og hún er strax komin á tilnefningarlistann minn fyrir verstu mynd ársins.
Þessi mynd er enganvegin að gera sig, söguþráðurinn er óspennandi og í raun mjög heimskulegur.
Ég fór bara á hana í bíó með því hugarfari að þetta væri allveg hevy hryllingsmynd. En allt kom fyrir ekki, þessi mynd er bara eintómt bull og allt lélegt við hana. Ég sé eftir 800 kallinum sem ég boraði fyrir miðann á hana. Mæli alls ekki með henni. Eina ástæaðn fyrir að ég gef henni þó þessa einu stjörnu að það voru flottar gellur í henni.
Þetta er endurgerð á kvikmynd sem að misheppnaðist gjörsamlega, hef nú ekki séð þá upprunarlegu en það er allt tilgangslaust við þessa mynd.
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Texas Chainsaw Massacre er án efa ein magnaðasta spennumynd sem sést hefur á hvíta tjaldinu á þessu ári. hér segir frá Erin, Pepper, Andy og Kemper. Þau eru á leið á tónleika í texas, á leiðinni sjá þau kona á tvítugsaldri sem virðist hrædd og skelkuð en segir fátt, hún er eitthvað á móti því að þau fari í þá átt sem þau eru á leið til, hún segir bara, Þeir eru allir dánir, þau skilja þetta ekki allveg og svo segir hún bara, þið munið öll deyja og skítur sjálfan sig með byssu í munninn. Þau fara og leita hjálpar en komst fljótt að því að það er ekki allt sem sýninst á þessum slóðum, þau hitta þar (eða öllu heldur mæta þar) morðóðum gaur sem er ekkert fallegur í framan skal ég segja að nafni Thomas Hewitt (Leatherface) hann eltir alla í þeim einum tilgangi að drepa fólk og skera það í tætlur. En áður en ég segi frá allri myndinni vill ég skora á alla sem kjark hafa til þess að sjá þennan magnaða spennutrylli sem fær hárin til að rísa, ég gef henni fjórar stjörnur fyrir góða hrylingsmynd. Þessa verða allir að sjá.