Gagnrýni eftir:
King Arthur0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Í inngangi hennar er áhorfendum sagt að hún sé byggð á nýjum fornleifarannsóknum og síðan spinnur handritshöfundur söguna út frá þessari forsendu og segir að mestu leytið skilið við hefðbundnar riddara- og ævintýrasögur um Artúr kóng. Þannig verður t.d. Guinevere lítið annað en orrustudís í myndinni og Merlin galdrameistari að ættarhöfðingja sem sýnir engin töfrabrögð. Lítið er gert úr ástarþríhyrningnum (sem Artúr konungur, Guinevere og Lancelot mynda) og ekkert er minnst á hluti eins og hinn heilaga kaleik. Farið og sjáið þessa mynd ef þið hafið gaman af bardagasenum, einföld(uð)um söguþræði og slappri persónusköpun.

